Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 19

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 19
hafi bíður af þeim sökum, nema því aðeins að framsalshafi hafi ekki verið í góðri trú eða framsalið er gjöf. Þá getur framsalshafi og gert aðrar vanefnda- heimildir gildandi eftir almennum reglum.35 Með sama hætti ber framseljandi ábyrgð á upprunalegri vanheimild, en eitthvað meira þarf til að koma svo hann verði ábyrgur gagnvart framsalshafa vegna eftirfarandi vanheimildar.36 Ef ekki hefur verið um skaðlaust framsal að ræða, þ.e.a.s. framseljandinn hefur ekki ábyrgst greiðslu kröfunnar, þá miðast bótaskylda hans við að bæta framsalshafa það, sem hann hefur misst af við að öðlast ekki réttindin. Ef skuldari var greiðslufær, myndi bótaskylda framseljanda yfirleitt miðast við fjárhæð kröfu. Hafi skuldari hins vegar ekki verið greiðslufær, verður bóta- skyldan að takmarkast við þá fjárhæð, sem ætla má að skuldari hefði getað greitt. Erfitt er hins vegar að setja fram almennar reglur um það, hvor beri sönnunarbyrðina fyrir greiðslugetu skuldara, framseljandi eða framsalshafi.37 Avísun er greiðsluáskorun en ekki krafa og felur því ekki í sér framsal kröfuréttinda, án þess að annað og meira komi til. Sjá t.d. Hrd. 1994, 18. apríl, í málinu nr. 139/1994.38 Eigin víxill er í raun skuldabréf, og hið sama er að segja um víxil á hendur öðrum manni, er samþykktur hefur verið. En ósamþykktur víxill á hendur öðrum manni og tékkar eru ávísanir. Aðrar ávís- anir, þ.á m. almennar peningaávísanir, eru aftur á móti ekki viðskiptabréf, nema greiðandi hafi ritað samþykki sitt á ávísunina, en þar með verður hún skuldabréf.39 2.2.4 Atvik, sem leitt geta til rýmri ábyrgðar Sviksamlegt atferli framseljanda eða vanræksla á að gefa upplýsingar um gjaldfæmi skuldara getur leitt til þess, að framseljandi verði bótaábyrgur gagn- vart framsalshafa.40 Hefur í kaupum verið litið svo á, þrátt fyrir ákvæði 42. gr. kpl., að seljandi beri bótaábyrgð vegna vanrækslu á að gefa upplýsingar um eiginleika hins selda. Hefur regla þessi verið talin ná til upplýsinga um gjaldfærni skuldara, þegar framseld eru kröfuréttindi. Sjá Hrd. 1970 647 (ísborg). 35 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 224; Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 78. 36 Henry Ussing. Obligationsretten, bls. 224. l7 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 225. 38 Bernhard Gomard, Obligationsret, bls 78; Henry Ussing, Enkelte Kontrakter, 2. útg., Kaupmannahöfn MCMXLVI, bls 82. 39 Ólafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti, bls. 61. 40 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 224. 85

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.