Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Qupperneq 21

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Qupperneq 21
496 (Vélsleði) og Hrd. 1990 174 (Vörðufell). Sjá og til athugunar Hrd. 1969 663 (Sigurðarhús) og sératkvæði í Hrd. 1958 381 (Magnús). Af framansögðu leiðir, að þegar tekið er við kröfu á hendur þriðja manni (t.d. samkvæmt víxli) á þeirri forsendu, að krafan fáist greidd, en það bregst, verður fyrra skuldarsamband framseljanda og framsalshafa virkt á nýjan leik. Sjá Hrd. 1990 174 (Vörðufell).42 Finna má dæmi þess í dómsúrlausnum, að dómstólar telji það geta skipt máli varðandi endurkröfurétt framsalshafa (seljanda) í þessu sambandi, hvort raunvirði þess hlutar, sem seljandi lét kaupanda (framseljanda) í té, hafi verið í samræmi við uppgefið kaupsamningsverð. Sjá annars vegar um það efni Hrd. 1990 496 (Vélsleði). Þar sagði m.a., að E, sem væri bifreiðasali að atvinnu, hefði keypt vélsleða af G hjá tiltekinni bílasölu. E hafi greitt sleðann með víxlum og skuldabréfí, sem hann hefði viku áður fengið við sölu á bifreið sinni hjá þessari sömu bílasölu. Hann hafi ekki ritað framsal á skjölin, og samkvæmt gögnum málsins væri ósannað, að G hefði fengið vitneskju um nöfn skuldara þessara viðskiptabréfa fyrr en sama dag og gengið var frá sölunni. Oumdeilt væri, að verð vélsleðans hefði ekki verið hærra en ella með hliðsjón af þessum greiðsluháttum og sleðinn hefði verið í góðu lagi. Sjá hins vegar um þetta atriði Hrd. 1989 1050 (Reunault TL). J seldi O bifreið, og var umsamið kaupverð kr. 100.000, sem O greiddi með tveimur skuldabréfum útgefnum af S. Hvort bréf um sig var að fjárhæð kr. 50.000, og voru þau tryggð með veði í fasteign á Hvammstanga. Bréfin fóru í vanskil á gjalddaga, og við uppboðssölu veðandlagsins kom ekkert upp í kröfuna. J taldi greiðslu þá, sem hann hefði fengið fyrir bifreiðina, ónýta, og krafði Ó um andvirði bréfanna að viðbættum dráttarvöxtum og kostnaði (kr. 244.367). Kvað seljandi það hafa verið forsendu af sinni hálfu, að bréfin myndu greiðast. Ó studdi sýknukröfu sína þeim rökum, að með afhend- ingu skuldabréfanna hafi kaupverðið verið að fullu greitt. Héraðsdómari taldi upplýst, að eðlilegt verð fyrir umræddan bíl miðað við ástand hafi verið kr. 40-50.000. Þá væri og upplýst, að J hefði haft tíma og tækifæri til þess að kynna sér bréfin og skuldara þeirra og þar með veðið, sem átti að tryggja þau. Því yrði að fallast á það með Ó, að báðir aðilar hafi tekið áhættu og verið það ljóst. Því yrði ekki talið, að Ó bæri gagnvart J ábyrgð á því tjóni, sem hann hefði orðið fyrir, og var Ó sýknaður. Meiri hluti Hæsta- réttar sagði, að tvö vitni hefðu borið urn ástand bifreiðarinnar, þegar Ó keypti hana af J. Bæri vitnunum saman um, að ástandið hefði verið lélegt. Væri nægjanlega sannað, að verðmætið hefði verið mun minna en kaupverð það, sem skráð var í samning aðila. Bæri af þeirri ástæðu að sýkna Ó. Minni hlutinn taldi ósannað, að verðmæti bifreiðar- 42 í Hrd. 1990 174 segir m.a. svo: „Það er þannig óumdeilt, að víxlar ... sem stefndi afhenti áfrýjanda til greiðslu á skuld hans ... greiddust ekki á gjalddögum og tékki, sem vera átti til greiðslu á víxlunum, heldur ekki ... Áfrýjandi tók við víxlunum á þeirri forsendu, að þeir fengjust greiddir hjá samþykkjanda þeirra. Þar sem þeir voru ekki greiddir þrátt fyrir innheimtutilraunir, varð hið fyrra skuldarsamband milli stefnda og áfrýjanda virkt ... Þá verður ekki á það failist, að áfrýjandi hafi gefið upp skuldina með því að afhenda víxlana gegn greiðslu með tékka“. 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.