Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Síða 25
K, sem skuldaði Á fé, undirritaði yfirlýsingu þess efnis, að Á mætti veita við-
töku greiðslum þeim, sem hann átti að fá frá biskupsembættinu, og skyldi
kaupsamningurinn vera í vörslum tiltekins lögmanns, þar til skuld K við Á
væri að fullu greidd. Yfirlýsing þessi var sýnd á biskupsskrifstofunni og árituð
af biskupsritara. Þessi skuldaskipti þótti verða að meta svo, að með þeim hefði
skapast veð, handveðsréttareðlis, til handa Á í gjaldkröfu K á hendur biskups-
embættinu.
Sjá einnig Hrd. 1969 921 (Flóabáturinn Baldur). Þar hagaði þannig til, að H
lánaði S fé til bráðabirgða, og skyldi lánið endurgreiðast með fé, sem S átti
ógoldið hjá Flóabátnum Baldri hf. (FB). Var atvinnu- og samgöngumálaráðu-
neytinu sem greiðsluaðila vegna FB tilkynnt þetta samstundis. Talið var, að með
tilkynningu S til ráðuneytisins, um greiðslu til H á innstæðu S hjá ráðuneytinu
vegna FB, hefði stofnast H til handa veð í nefndri innstæðu, handveðsréttareðlis.
I 2. gr. aðfararlaga nr. 90/1989 kemur fram, að sá getur krafist aðfarargerðar,
sem aðfararheimild ber með sér, að sé rétthafi hennar, svo og sá, sem nýtur
handveðréttar í aðfararhæfri kröfu. Reglan um rétt handveðhafa þykir eðlileg
í ljósi almennra reglna um réttindi handveðhafa í öðrum tilvikum og vegna
þess, að færst hefur í vöxt, að tryggingar í viðskiptum séu veittar með þessum
hætti, t.d. með handveði í skuldabréfum. Þykir ekki ástæða til að sporna við,
að handveðhafi geti innheimt kröfu, sem hefur verið sett að veði til hans með
þessum hætti, enda er að jafnaði gengið út frá því, að afborganir gangi upp
í kröfu hans á hendur veðsala.
Það ræðst af almennum reglum um veðréttindi, hvort svo verður litið á, að
gerðarbeiðandi njóti handveðréttar í aðfararheimild. Gerðarbeiðandi er talinn
bera sönnunarbyrði um tilvist þessara réttinda, ef ágreiningur rís um þau við
aðför. Hugtakið handveðréttur í 2. gr. aðfararlaga er þar ekki notað í víðtækari
merkingu en almennt tíðkast. Því er þannig ekki ætlað að taka til réttinda
þess, sem hefur gert fjámám í aðfararhæfri kröfu og fengið vörslur hennar,
enda er í slíku tilviki ekki um handveðrétt að ræða í venjulegum skilningi
þess hugtaks.
2.4 Réttarstaða skuldara
2.4.1 Meginreglur uni mótbárur skuldara
Vegna þess tillits, sem taka verður til hagsmuna skuldara, gildir sú megin-
regla um framsal almennra krafna, að skyldur skuldara eiga ekki að aukast
við framsalið.
Ef framseljandi hefur heitið framsalshafa víðtækari réttindum en þeim, sem
upphaflegur kröfuhafi átti, hefur loforðið ekki áhrif að því leyti. Verður að
ætla, að þetta gildi að meginstefnu til, þótt framsalshafi hafi haft ástæðu til
að ætla, að hann hlyti hin víðtækari réttindi.52
52 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 219; Bernhard Gomard, Obiigationsret, bls. 79.
91