Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 26

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 26
Frá framangreindri meginreglu eru gerðar undantekningar varðandi við- skiptabréf, sbr. kafli 1.5 hér að framan. Samkvæmt 34. gr. samningalaga getur skuldari og glatað þeirri mótbáru, að um málamyndagerning hafi verið að ræða. Gildir sú regla um alla skriflega geminga, hvort sem þeir eru við- skiptabréf eða ekki.53 Sjá til athugunar Hrd. 1987 430 (Sigurjón Einarsson). A grundvelli meginreglunnar, sem áður var getið, getur skuldari haft uppi við framsalshafa allar mótbárur, sem hann gat borið fram við framseljanda, hvort sem þær lúta að því, að krafan hafi aldrei verið til, hún sé fallin úr gildi eða efni hennar breytt frá því, sem áður var. Þennan rétt til vama hefur skuldari að jafnaði, þótt framsalshafa hafi verið ókunnugt um mótbáruna, þeg- ar framsalið fór fram.54 Það hefur verið talin meginregla, að skuldari glati ekki einu sinni þeim mót- bárum, sem sem aðeins verða hafðar uppi gagnvart grandsömum viðtakanda löggernings, sbr. 29.-33. gr. samningalaga, en ekki verður dregin nein bein ályktun af nefndum lagaákvæðum um réttarstöðu grandlauss framsalshafa við framsal kröfu. Þó hefur verið talið, að ástæða sé til að víkja frá þessari megin- reglu í sérstökum tilvikum, svo sem þegar skuldari átti að geta gert sér grein fyrir því, að yfirlýsingu hans ætti að nota sem skilríki í lögskiptum við þriðja mann, og skuldari hefur sýnt af sér gáleysi. Aðgerðarleysi skuldara getur og leitt til frávika frá meginreglunni.55 Skuldari getur og haft uppi mótbárur gagnvart framsalshafa, enda þótt hann hafi öðlast þær eftir framsalið, að því tilskildu, að skuldari hafi þá verið í góðri trú og fyrri kröfuhafi haft lögtrúnað (legitimation) sem kröfuhafi.56 2.4.2 Réttarreglur um lögtrúnað kröfuhafa 2.4.2.1 Meginsjónarmið Það meginviðhorf er lagt til grundvallar í kröfurétti, að haga verði réttar- reglum unr aðilaskipti að kröfuréttindum á þann veg, að skyldur skuldara auk- ist ekki, þótt aðilaskipti verði. Þetta meginviðhorf gildir, hver svo sem aðferðin við yfirfærsluna eða aðilaskiptin er, þótt um ákveðnar undantekningar sé að ræða í vissum tilvikum, svo sem áður hefur verið rakið.57 co - Olafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti, bls. 43. 54 Ólafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti, bls. 43 og til athugunar Bernhard Gomard, Oblig- ationsret, bls. 79. 55 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 219-220. 56 Henry Ussing. Obligationsretten, bls. 212 og 219. c’7 Henrv Ussing, Obligationsretten, bls. 211. 92

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.