Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Síða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Síða 27
2A.2.2 Sönnun um framsal I þágu hagsmuna skuldara gilda vissar reglur, sem eiga að girða fyrir það, að skuldari verði fyrir tjóni eða óþægindum vegna þess að honum er ókunnugt um framsal kröfu. Skuldari getur neitað að greiða framsalshafa kröfuna, ef hann færir ekki fram örugga sönnun fyrir rétti sínum. Getur skuldari yfirleitt krafist skriflegrar yfirlýsingar framseljanda um framsalið. Hafi framsalshafi fengið dóm eða annan úrskurð dómstóla á hendur framseljanda fyrir kröfu sinni, felur það einnig í sér nægileg skilríki. I 2. gr. aðfararlaga nr. 90/1989 segir, að sá geti krafist aðfarargerðar, sem að- fararheimild ber með sér, að sé rétthafi hennar. Flestar aðfararheimildir sam- kvæmt 1. mgr. 1. gr. aðfararlaga bera það með sér, hver verður talinn eigandi eða rétthafi að kröfu. Hafa ber í huga, að upphaflegur rétthafi getur oftast fram- selt réttindi sín. Orðalag 2. gr. aðfararlaga er með þeim hætti, að framsalshafi getur krafist aðfarar, en það skilyrði er þó sett, að aðfararheimild beri réttindi hans með sér. Framsalshafi að dómi yrði þannig að framvísa endurriti dómsins með áritun upphaflegs dómhafa um framsal og eftir atvikum með óslitinni framsalsröð til sín. Skuldabréf geta ýmist verið nafnbréf eða handhafabréf. Ef krafist er aðfarar samkvæmt nafnbréfi, verður það að vera gefið út til gerðarbeiðanda eða bera með sér óslitna framsalsröð til hans. Handhöfn gerðar- beiðandans er hins vegar nægjanleg, ef um handhafabréf er að ræða. Handhöfn er á sama hátt fullnægjandi heimild fyrir gerðarbeiðanda, ef krafist er aðfarar samkvæmt tékka eða víxli og slíkt skjal hefur verið framselt eyðuframsali. A meðan framsalshafi leggur ekki skilríki fram fyrir rétti sínum, er ekki um vanefnd að ræða af hálfu skuldara, þótt hann inni ekki greiðslu sína af hendi á gjalddaga. Sjá til athugunar Hrd. 1988 66 (Idex Aps). Þar hafði kröfuhafi framselt víxilkröfu til Den Danske Bank, en innleysti hana við greiðslufall af hálfu skuldara, sem var stefndi í málinu. „Þó að stefnda hafi ekki, það séð verði, verið tilkynnt á annan hátt en með innheimtubréfinu, að áfrýjandi væri orðinn eigandi kröfunnar á ný, mátti hann ætla að svo væri, er honum barst bréfið ...“.58 Skortur á sönnun um framsal leiðir til þess, að skuldari verður sýknaður af dómkröfum meints framsalshafa vegna aðildarskorts, sbr. Hrd. 1988 70 (Dansk Finér Center).59 Hins vegar verður að ætla, að skuldari hafi sönnunar- byrðina fyrir því, að framsal hafi verið gert til málamynda, sbr. Hrd. 1987 430 (Sigurjón Einarsson). 58 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 211. 59 í Hrd. 1988 70 segir m.a. svo: „... framseldi áfrýjandi kröfu sína ... til Andelsbanken Danebank A/S ... Ekki kemur fram í skjölum málsins, að áfrýjandi (Dansk Finér-Center A/S) hafi fengið kröfuna á hendur stefnda framselda til sín frá Andelsebanken ... Ber því að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms vegna aðildarskorts áfrýjanda ...“. 93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.