Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Side 29

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Side 29
framsalið og láta honum í té nauðsynlegar sannanir um rétt sinn. Geti hann það ekki, stendur honum til boða það úrræði að kyrrsetja hana, sbr. ákvæði laga nr. 31/1990, um kyrrsetningu og lögbann.64 Greiði skuldari fyrri kröfuhafa, áður en honum bar, þ.e.a.s. fyrir gjalddaga, verður að ætla að sérhver vafi skuldara um rétt viðtakandans til greiðslunnar valdi því, að skuldari losni ekki undan skyldu sinni.65 Ef fjámám er gert í verðbréfum eða kröfum, sem skilríki eru fyrir, tekur sýslumaður vörslur þeirra af gerðarþola, ef gerðarbeiðandi krefst þess, sbr. 1. mgr. 57. gr. aðfararlaga nr. 90/1989. Hafi fjámám verið gert í kröfu, hvort sem skilríki er fyrir henni eða ekki, er gerðarbeiðanda rétt að tilkynna það skuldaranum, sbr. 2. mgr. 57. gr. Skuldari kröfu, sem fjámám hefur verið gert í, losnar ekki undan skyldum sínum með greiðslu til gerðarþola, nema hann hafi hvorki vitað né mátt vita um fjámámið, þegar greiðslan átti sér stað, eða viðskiptabréf, sem krafan styðst við, hafi verið komið í gjalddaga og verið í vörslum gerðarþola á þeim tíma og ekki borið með sér, að fjámám hafi verið gert í því, sbr. 3. mgr. 57. gr. Reglur 2. og 3. mgr. 57. gr. aðfararlaga kveða á um leiðir til að koma í veg fyrir, að skuldari kröfu geti leyst sig undan skuldbindingu sinni með greiðslu til gerðarþola, enda er markmið fjárnámsins við þessar aðstæður, að greiðslan komi að notum til fullnustu kröfu gerðarbeiðanda. I því skyni er kveðið á um það almenna úrræði gerðarbeiðanda í 2. mgr., að hann tilkynni skuldaranum um fjárnámið. Ef um viðskiptabréf er að ræða, verður gerðarbeiðandi að auki ýmist að hlutast til um, að það verði tekið úr vörslum gerðarþola eða að það verði áritað um fjárnámið. Ef þessa er gætt, getur skuldarinn almennt ekki greitt gerðarþola, svo bindandi sé fyrir gerðarbeiðanda, eins og fram kemur í 3. mgr. 57. gr. Þótt gerðarbeiðandi gæti þeirra ráðstafana, sem 2. og 3. mgr. 57. gr. fela í sér, hefur hann allt að einu ekki öðlast rétt til að krefja skuldarann um greiðslu kröfunnar. Fjárnám veitir gerðarbeiðanda aðeins tryggingarrétt í kröfu gerðar- þola á hendur öðrum. Til að fá greiðslu verður gerðarbeiðandi almennt að hlutast til um, að kröfunni verði komið í verð og fá andvirðið í sinn hlut. í 4. mgr. 57. gr. aðfararlaga kemur fram regla, sem ætlað er að mæta þörfum gerðarbeiðanda og eftir atvikum einnig skuldara kröfu, sem fjámám hefur verið gert í, meðan henni hefur ekki verið komið í verð með framangreindum hætti. Þar sem gerðarbeiðandi getur ekki sjálfur krafið skuldarann um greiðslu á þessu stigi, heimilar 4. mgr., að fjámámsgerð verði endurtekin, ef greiðsla stendur til boða, og að sýslumaður geri fjárnám í henni samkvæmt kröfu gerðarbeiðanda. Farið yrði með greiðsluna eftir sömu reglum og gilda, þegar fjárnám er gert í peningum, sbr. 55. gr. aðfararlaga. 64 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 213. 65 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 213. 95

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.