Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 30
Hafi kröfuhafi orðið gjaldþrota, myndi greiðsla til hans ekki valda því að skuldari losnaði undan skyldu sinni, ef greitt er eftir auglýsingu um gjaldþrot. Ef greitt væri fyrir auglýsingu, myndi skuldari losna undan skuldbindingu sinni, væri hann grandlaus. Sjá 3. mgr. 74. gr. gjaldþrotaskiptalaga nr. 21/1991. Þær reglur, sem hér hafa verið nefndar og gilda um góða trú skuldarans, eru með því marki brenndar, að um aðilaskipti er að ræða að kröfu, hvort sem aðilaskiptin er að rekja til frainsals eða fullnustugerða, en upphaflegur kröfuhafi heldur lögtrúnaði sínum sem kröfuhafi, þar til skuldara hefur nægi- lega verið tilkynnt um framsalið.66 2.4.2.4 Aðrar ráðstafanir varðandi kröfuna Á sama hátt og skuldari leysist samkvæmt framansögðu undan skuldbind- ingu sinni með greiðslu til framseljanda getur hann, svo gilt sé, snúið sér að framseljanda út af kröfunni með öðrum hætti, svo sem með uppsögn, skulda- jöfnuð og samninga um breytingu á kröfunni. Sjá til athugunar Hrd. 1980 1396 (Vinur SH 140), en þar var reyndar um skuld samkvæmt gagnkvæmum samningi að ræða.67 3.0 TAKMARKANIR KRÖFUHAFASKIPTA 3.1 Almennt Ýmis þýðingarmikil frávik eru frá þeirri meginreglu, að kröfuhafaskipti geti orðið. Margvíslegar skorður eru settar við kröfuhafaskiptum í settum lögum; tak- markanir gilda á kröfuhafaskiptum samkvæmt réttarreglum, er byggjast á eðli vissra kröfuréttinda og með sérstökum samningsákvæðum er hægt að takmarka heimildina til kröfuhafaskipta. Reyndin er því sú, að því fer í raun víðs fjarri, að allar kröfur megi framselja til þriðja manns, og eru ástæðumar fyrir takmörkunum aðilaskipta ærið mismunandi. Áður en ræddar verða hinar ein- stöku ástæður, sem að baki takmörkunum aðilaskipta búa, er rétt að gera grein fyrir nokkrum viðmiðunarsjónarmiðum, sem orðuð hafa verið í þeim efnum.68 Engar heildarreglur er að finna í íslenskri löggjöf um takmarkanir aðilaskipta að kröfuréttindum. Reglurnar er að finna á víð og dreif í löggjöfinni. Flest þau lagaákvæði, sem álitaefnið varða, svara einvörðungu þeirri spurningu, hvort skuldheimtumenn kröfuhafa geti gert fjámám í kröfunni. Þetta er þó ekki einhlítt, sbr. t.d. ákvæði 61. gr. almannatryggingalaga nr. 67/1971. Ef ástæða takmarkana við aðilaskiptum er tiílitið til hagsmuna skuldara, 66 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 213. 67 Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 79. ro ° Sjá nánar Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 255; Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 73 og 102-107. 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.