Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 35

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 35
tók eingöngu til ófjárhagslegs tjóns. Ákvæði 1. mgr. 18. gr. tekur til bótakröfu fyrir atvinnutjón og varanlega örorku, svo og kröfu um bætur fyrir varanlegan miska samkvæmt 4. gr. skaðabótalaga og þjáningabóta samkvæmt 3. gr. í 2. mgr. 18. gr. skaðabótalaga segir, að krafa fyrir bætur um þjáningar eða varanlegan miska erfist, hafi hún verið viðurkennd, einkamál höfðað til heimtu hennar eða viðurkenningar eða hún hefur verið gerð fyrir dómi í opin- beru máli. Regla sama efnis var áður í 3. mgr. 264. gr. alm. hgl. nr. 19/1940. Ákvæðið tekur aðeins til skilyrða þess, að krafa um þjáningabætur eða bætur fyrir varanlegan miska gangi í arf, en varðar ekki skilyrði þess, að bótakrafa fyrir fjártjón vegna líkamsspjalla erfist. Samkvæmt dómum, sem gengið hafa, erfist slík krafa a.m.k.. ef hún hefur verið gerð fyrir dómi, áður en hinn slasaði lést, sbr. t.d. Hrd. 1961 432 og Hrd. 1989 131. Bætur þær, sem greindar eru í 1. mgr. 18. gr. skaðabótalaga, og telja má, að ekki hafi verið eytt, koma ekki til skipta við fjárslit milli hjóna. Bæturnar teljast hjúskapareign, þegar eigandi bótanna andast, nema þær séu séreign samkvæmt kaupmála. Er almennt talið óeðlilegt, að skaðabótafé vegna líkams- tjóns, fjárhagslegs og ófjárhagslegs, skiptist við fjárslit milli hjóna. 3.3 Sérstök samningsákvæði 3.3.1 Ákvæði í samningi, sem stofnar til kröfu Takmörkun við aðilaskiptum getur átt rót sína að rekja til ákvæða í samningi þeim, sem stofnaði til kröfu. Vafamál þótti lengi vel, að hve miklu leyti slík ákvæði væru bindandi fyrir skuldheimtumenn, en í vissum tilvikum þóttu slík ákvæði geta staðist. Um það mátti áður finna ráðagerð í 29. gr. eldri aðfarar- laga nr. 19/1887. í 29. gr. laga nr. 19/1887 sagði, að nú væri það löglega bundið samningi við annan mann eða ákvæði hans, að lánardrottnar skyldu engrar fullnægingar mega leita í tilteknum munum, og mætti þá eigi fjámámi taka, enda þótt rétt væri, ef svo væri eigi til skilið. Lítið reyndi á reglu þessa í framkvæmd, en henni var að mestu ætlað að taka til gjafagerninga. Hún var hins vegar það víðtæk eftir orðanna hljóðan, að veruleg hætta þótti á misnotkun hennar. Samkvæmt 1. mgr. 50. gr. aðfararlaga nr. 90/1989, sem leysti af hólmi 29. gr. laga nr. 19/1887, verður fjámám ekki gert í eign, sem gefin hefur verið gerðar- þola með fyrirmælum um, að hún verði undanþegin aðför, ef honum er jafnframt óheimilt að ráðstafa henni. Er þá gert að skilyrði, að gjafagemingi með slíkum skilmálum hafi verið þinglýst, ef réttarvemd er því háð í viðkomandi tilviki. Hið sama á við um arð af slíkri eign, ef skemmri tími en einn mánuður er liðinn, frá því hann varð gjaldkræfur. Er með þessum hætti leitast við að draga úr þeirri hættu á málamyndagemingum, sem boðið var upp á í 29. gr. laga nr. 19/1887. Ef eign hefur að nokkru verið geftn gerðarþola með þeim áskilnaði, sem áður segir, en að öðru leyti verið látin af hendi gegn endurgjaldi, tekur 1. mgr. 50. gr. aðfararlaga til þess hluta eignarinnar, sem gefinn var, sbr. 2. mgr. 50. gr. 101

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.