Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Side 40

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Side 40
bæði haft það í för með sér, að launþeginn ætti erfitt með að afla sér viður- væris og vera þess hvetjandi fyrir hann að efna ekki vinnusamninginn. I þessu tilviki eru hagsmunir vinnuveitandans og launþegans verulega skertir, ef aðför væri heimil. Þetta á hins vegar alls ekki alltaf við um framsal, þ.e.a.s. framsal hefði ekki þessar afleiðingar í för með sér, hvorki fyrir skuldarann né kröfuhafann. Og stundum getur framsal á kröfu til endurgjaldsins, launanna, verið einasta leið kröfuhafans til þess að ljúka verki sínu. Taka má eftirfarandi dæmi: A tekur að sér fyrir B að ljúka ákveðnu verki. Til þess að geta lokið verkinu þarf A á fjármagni að halda, en það hefur hann ekki handbært. Hann tekur því lán hjá C til þess að fjármagna framkvæmdimar. Til tryggingar greiðslu skuldarinnar til C framselur A honum rétt sinn til endurgjalds og launa fyrir verkið, sem hann ætlar að vinna fyrir B. í þessu tilviki er auðséð, að aðför, ef heimil væri, gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir skuldara og kröfuhafa. Það sama verður á hinn bóginn ekki sagt um framsal kröfunnar. Hér getur framsal verið nauðsynlegt til þess að útvega fjármagn.88 Þegar um framsal kröfu samkvæmt gagnkvæmum samningi er að ræða, þarf að athuga réttarstöðu allra aðilja gagnvart hverjum fyrir sig, þ.e.a.s. 1) réttar- samband framseljanda og framsalshafa, 2) réttarsamband framseljanda og skuld- ara og 3) réttarsamband framsalshafa og skuldara, og skal næst að því vikið. 3.5.2 Réttarsamband framseljanda og framsalshafa Rétt sinn samkvæmt gagnkvæmum samningi getur aðili að jafnaði framselt öðrum, skuldheimtumenn geta gengið að þeim rétti og erfingjar öðlast hann eftir hans dag. Réttur hins nýja eiganda verður hinn sami og réttur fyrri eig- anda, og um leið er því rétti fyrri eiganda lokið.89 Framsalshafinn verður eigandi kröfunnar á hendur skuldara. Framsalshafinn getur ekki öðlast á neinn hátt meiri rétt heldur en framseljandinn, sá sem hann leiðir rétt sinn af, átti. Framsalið breytir engu um það, að sömu tengsl verða milli greiðslunnar og gagngreiðslunnar eftir sem áður.90 Framsalshafi tekur t.d. oft að sér gagnvart framseljanda (upphaflegum kröfuhafa) að greiða aðal- skuldara það endurgjald, sem aðalskuldari á rétt til eftir samningi kröfuhafa og skuldara. Sem dæmi má taka, að K ætlar að kaupa húsgögn af S. K fram- selur F rétt sinn samkvæmt samningnum, og F tekur að sér að greiða S hús- gögnin og þóknun til K. 88 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 230-231. 89 Ólafur Lárusson, Eignaréttur I, bls. 19. 90 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 232. 106

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.