Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 42
Stundum er gagnkvæmnisrétturinn ekki nægilega tryggður, nema því aðeins að breyting verði ekki á aðildinni að samningnum. Þá verður að ætla, að heint- ildin til þess að framselja rétt sinn eða kröfu samkvæmt slíkum samningi sé að sama skapi takmörkuð. Það má t.d. hugsa sér það dæmi, að um sé að ræða verksamning, þar sem greiðslur verkkaupa (skuldara) eiga að greiðast í áföng- um og standa undir greiðslu verkkostnaðar, t.d. launagreiðslur af hálfu verk- taka (kröfuhafa) og endanlegt uppgjör eigi að fara fram í lok verks, þar sem t.d. verktaki (kröfuhafi) eigi að endurgreiða hluta af því fé, sem verkkaupi hefur þegar greitt. Hér hefur skuldarinn af því ótvíræða hagsmuni, að endur- gjaldið, sem hann á að inna af hendi, renni einungis til þess aðila, sem á að sjá um framkvæmd verksins. Ef framsalshafi vill tryggja það, að hann fái söluhlut afhentan frá seljanda (skuldara), þá getur hann boðið fram tryggingu fyrir greiðslu kaupverðsins á gjalddaga. Skuldari getur ekki neitað að taka við tryggingu eða greiðslu af þeirri ástæðu einni, að hún er boðin fram af framsalshafa. Það er auðvitað matskennt, hvað er nægileg trygging í þessu sambandi. Ætla verður, að almenn yfirlýsing framsalshafa hafi enga þýðingu og skuldari þurfi ekki að sæta henni. Sjálfskuldarábyrgð gjaldfærs þriðja aðila gæti komið til greina og eins banka- trygging.95 Ef gjalddagi er löngu liðinn, þegar trygging er boðin fram, þarf skuldari hvorki að sætta sig við tryggingu frá framsalshafa né greiðslu frá honum. Er greiðsludráttur þá venjulegast orðinn verulegur, og skuldari hefur því í slíkum tilvikum heimild til þess að rifta samningnum.96 3.5.4 Réttarsamband framsalshafa og skuldara Fyrst er þess að geta, sem áður sagði, að framsalshafinn getur aldrei öðlast meiri rétt á hendur skuldara en framseljandinn (viðsemjandi hans) átti. Framsalið tryggir framsalshafa rétt til þeirrar greiðslu, sem skuldari hefði ella átt að aiíienda framseljanda sbr. Hrd. 1980 1396. Samhengið milli greiðslnanna er þó enn til staðar, og hér að framan eru rakin dæmi þess, að réttur framsalshafa verður að sæta nokkrum takmörkunum vegna atvika, sem varða framseljandann. annan farminn til C. Tilkynnti B þetta til A, sem samþykkti að senda farminn til C. Þegar A hafði afhent C mestan hluta af því, sem til C átti að fara, hætti B að greiða til A. A stöðvaði þá frekari sendingar til C, og felldi úr gildi samninginn við B, en til þess hafði A heimild sam- kvæmt samningi þeirra. C hélt því fram að sérstakt réttarsamband hefði myndast milli sín og A og krafði A um skaðabætur. Á það var fallist með A, að eins og á hefði staðið, hefði C ekki liaft ástæðu til þess að ætla og ganga út frá, að A hefði viljað losa B undan samningsskyldum við sig (A) og hefði samþykkt að C gengi inn í kaupin gagnvart sér. A var því dæmd sýkna. 95 Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 93. 96 Bernhard Goinard, Obligationsret, bls. 93. 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.