Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 46

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 46
Hjörtur O. Aðalsteinsson er héraðsdómari í Reykjavík Hjörtur O. Aðalsteinsson: HUGLEIÐINGAR UM KYNFERÐISBROT í LJÓSI LAGABREYTINGA OG NÝLEGRA DÓMA Stofn þessarar greinar er erindi, sem höfundur hélt á málþingi uppeldis- skólanna þann 23. mars 1994. 1. INNGANGUR Kynferðislegt ofbeldi og önnur kynferðisbrot hafa undanfarið verið mjög til umfjöllunar og hefur dómskerfið oft verið gagnrýnt fyrir meðferð sína á þess- um málum. Þjóðfélagið krefst þess að kynferðisbrotamenn hljóti þunga dóma fyrir athæfi sitt. Hafa dómstólar oft setið undir óvæginni gagnrýni fyrir væga dóma og strangar sönnunarkröfur í þessum málaflokki. Þann 8. mars 1994, á baráttudegi gegn kynferðislegu ofbeldi, gengu konur fylktu liði til að vekja athygli á óviðunandi réttarstöðu fórnarlamba kynferðisofbeldis og afhentu ráðamönnum réttarkerfisins áskorun, þar sem eftirfarandi var beint til þeirra: að þeir tryggi að hraðað verði úrbótum á réttarstöðu fórnarlamba kyn- ferðisofbeldis; að þeir hlutist til um að endurmat fari fram á gildandi kröfum um sannanir í kynferðisbrotamálum; að þeir sjái til þess að komið verði á reglum um nálgunarbann, þegar líf og heilsa fórnarlamba kynferðisofbeldis er í veði vegna ofsókna of- beldismanna; að þeir beiti sér fyrir að á komist hið fyrsta ríkisábyrgð á greiðslum miskabóta til fórnarlamba kynferðisofbeldis; síðast en ekki síst, að þeir beiti áhrifum sínum í þá veru að kvenfjand- samleg og fordómafull meðferð réttarkerfisins á kynferðisbrotamálum heyri fortíðinni til. 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.