Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Qupperneq 49

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Qupperneq 49
verði 2 ár þegar sakir eru miklar. Þá er lagt til að hámarksrefsing fyrir nauðungarmök önnur en samræði verði 12 ár, en ekki 10 ár eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Áhyggjur dómaranna af hættu á refsilækkun yrði frumvarpið samþykkt eru athyglisverðar, sérstaklega í ljósi þeirrar gagnrýni er rakin var hér að framan. í greinargerð með frumvarpinu segir að ekki sé ætlast til að fullframið sam- ræði sé virt með sama hætti og tíðkast hefur í réttarframkvæmd, þ.e. þegar getnaðarlinrur karlmanns er kominn inn í fæðingarveg konu og samræðis- hreyfingar hafnar. Nægilegt er að getnaðarlimur karlmanns sé kominn inn í fæðingarveg konu að nokkru leyti eða öllu. Skipti því nákvæm skilgreining fullframins samræðis minna máli en áður. Til samanburðar er rétt að víkjja að ákvæðum dönsku, norsku og sænsku hegningarlaganna um nauðgun. I dönsku lögunum er tvískipt ákvæði með annars vegar 6 ára fangelsi sem refsihámarki og hins vegar 10 ára hámark þegar hættulegri aðferð er beitt eða refsiþyngjandi ástæður eru fyrir hendi. Ekkert refsilágmark er í dönsku lögunum. í norsku lögunum er lágmarksrefsing 1 árs fangelsi og hámark 10 ára fangelsi, en sérákvæði er um þau tilvik þegar brotaþoli deyr eða hlýtur veru- legan skaða á líkama eða heilbrigði svo og hafi sakborningur áður verið dæmdur fyrir nauðgun. Er þá heimilt að beita allt að 21 árs fangelsi. í sænsku lögunum er þrískipt ákvæði. Er í fyrsta lagi um að ræða almennt ákvæði um nauðgun þar sem lágmarksrefsing er 2 ára fangelsi en hámark 6 ára fangelsi. í öðru lagi er um að ræða nokkurs konar lægra stig nauðgunar eða atvik að öðru leyti eru þannig að brotið fellur ekki undir almenna ákvæðið og er hámarksrefsing þá 4 ára fangelsi. í þriðja lagi er í sænsku lögunum ákvæði um grófa nauðgun og er lágmarksrefsing þá 4 ára fangelsi en hámarks- refsing 10 ára fangelsi. í 196. gr. hegningarlaganna er ákvæði sem er svohljóðandi: Hver sem notfærir sér geðveiki eða aðra andlega annmarka manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spomað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans, skal sæta fangelsi allt að 6 árum. í greinargerð með frumvarpinu segir að skýra beri hugtakið „önnur kyn- ferðismök“ fremur þröngt, þannig að átt sé við kynferðislega misnotkun á líkama annarrar tnanneskju, er kemur í stað hefðbundins samræðis eða hefur gildi sem slíkt. Eru þetta athafnir, sem veita eða eru almennt til þess fallnar að veita hinum brotlega kynferðislega fullnægingu. Fyrir lagabreytinguna 1992 var sambærilegt ákvæði í 195. gr. Hin síðari ár hefur orðið rnikil aukning á kærunr og dómum vegna brota á þessari lagagrein og er langoftast um það að ræða að karlmenn eru ákærðir fyrir hafa samfarir við stúlkur sem eru rænulausar vegna áfengisneyslu. Mál af þessu tagi voru 115
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.