Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Side 51
og svo framvegis. Þá hafa viðurlög verið hert, en hámarksrefsing var áður 3
ára fangelsi.
3. MEÐFERÐ KYNFERÐISBROTA
Kynferðisbrot sæta rannsókn og meðferð að hætti opinberra mála og eru
ákvæði þar að lútandi í lögum nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Rannsókn máls hefst með því að kæru er beint til lögreglu eða ríkissak-
sóknara og að athugun lokinni er tekin afstaða til þess hvort tilefni sé til rann-
sóknar. Rannsóknarlögregla ríkisins annast rannsókn kynferðisbrota og er
markmið rannsóknar að afla allra nauðsynlegra gagna til þess að ákæranda
sé fært að ákveða að henni lokinni hvort sækja skuli mann til sakar, svo og
til að afla gagna til undirbúnings málsmeðferðar. Lögreglu ber að vinna að
því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa
til sýknu eða sektar. Þá skulu lögreglumenn rannsaka og afla allra tiltækra
gagna um verknað þann sem um er að ræða, svo sem stað og stund og öll
nánari atvik, sem ætla má að skipt geti máli, leita þess sem grunaður er um
brot, finna sjónarvotta og aðra sem ætla má að borið geti vitni, svo og að
hafa upp á sýnilegum sönnunargögnum og munum sem hald skal leggja á.
Þá skal rannsaka vettvang ef við á og yfirleitt öll ummerki sem kunna að
vera eftir brot. Þá ber rannsóknara að hlutast til um að fram fari læknisskoðun
sem kæra gefur tilefni til. Rannsóknari yfirheyrir sakborning og vitni og semur
skriflegar skýrslur um rannsóknaraðgerðir sínar. Sakborningi er á öllum
stigum opinbers máls óskylt að svara spurningum sem varða refsiverða hegðun
sem honum er gefin að sök og hann á rétt á skipun réttargæslumanns.
Stundum leiðir rannsókn til þess að rannsóknari krefst gæsluvarðhalds yfir
sakbomingi. Slíkri kröfu er beint til dómara og skulu nauðsynleg gögn fylgja
henni. Dómari tekur afstöðu til gæsluvarðhaldskröfunnar með úrskurði, sem
unnt er að skjóta til Hæstaréttar.
Að lokinni rannsókn sendir rannsóknari málið til ríkissaksóknara, sem metur
framhaldið á grundvelli rannsóknargagna. Ef ríkissaksóknari telur það sem fram
er komið í málinu ekki nægilegt eða lfklegt til sakfellis lætur hann við svo búið
standa, en ella leggur hann málið fyrir dóm með því að gefa út ákæru.
Þegar héraðsdómara hefur borist ákæra athugar hann fyrst hvort málið skuli
sæta frávísun, en telji hann skilyrði til að taka mál til meðferðar er þinghald
ákveðið þar sem mál verður þingfest. Ber dómara, eigi síðar en 3 vikum eftir
að hann fékk ákæru í hendur, að gefa út fyrirkall á hendur ákærða sem greini
stað og stund þingfestingar ásamt áskorun til hans um að sækja þing. Við
þingfestingu máls er ákærði spurður hvort hann játi efni ákæru rétt og geri
hann það og brot það sem hann er sakaður unt getur ekki varðað að lögum
þyngri refsingu en átta ára fangelsi, er unnt að taka málið til dóms og jafnvel
dæma í fyrsta þinghaldi. Neiti ákærði sök er ákveðin aðalmeðferð, en þá fer
fram í einni lotu yfirheyrsla yfir sakborningi og vitnum og að skýrslutökum
loknum fer fram munnlegur málflutningur.
117