Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 53

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 53
4. DÓMAR í KYNFERÐISBROTAMÁLUM Eftirfarandi dómar gefa vísbendingu um refsingar í kynferðisbrotamálum. Dómur Hæstaréttar 22. febrúar 1991 Ákærða var gefið að sök að hafa í nóvember árið 1989 við íþróttahús í Kópa- vogi ráðist grímuklæddur og með búrhníf í hendi á stúlku sem var að fara þaðan eftir vinnu og með ofbeldi og hótun um að beita hnífnum þröngvað henni til holdlegs samræðis í viðbyggingu, er var í smíðum á greindum stað. Ákærði viðurkenndi verknaðinn eftir að rannsakað hafði verið DNA snið sem fékkst úr sæði, sem fannst í dagbindi konunnar og blóðsýni ákærða, en einnig voru rannsökuð blóðsýni 60 annarra einstaklinga, sem verið höfðu við íþróttaæfingar þetta kvöld. Rannsóknarstofan fullyrti að sæðissýnið væri úr ákærða og reiknaði með að líkindi þess að DNA-snið sæðisblettanna í dagbindinu sé fyrir tilviljun hið sama og DNA-snið blóðsýnis ákærða, séu minni en 1 á móti 18 milljónum. Ákærði var í héraði dæmdur í 4 ára fangelsi og til að greiða kæranda 500.000 krónur í skaðabætur. Hæstiréttur staðfesti refsiákvörðun héraðsdóms, en hækkaði skaðabætur í 800.000 krónur. Einn dómenda skilaði sératkvæði og taldi refsingu hæfilega ákveðna 3 ára fangelsi og skaðabætur 700.000 krónur. Dómur Hæstaréttar 20. janúar 1992 Ákærða var gefin að sök nauðgun og líkamsárás í júlímánuði 1991 með því að hafa í kjallaraherbergi á hóteli hér í borg ráðist á konu, slegið hana hnefa- högg í andlitið svo að hún missti meðvitund og þröngvað henni með ofbeldi til holdlegs samræðis, síðan slegið hana nokkur högg í andlitið, allt með þeim afleiðingum að konan hlaut áberandi mar og bólgu umhverfis hægra auga og missti framtennur í efri góini, en við meðferð málsins kom í ljós að um gervi- tennur var að ræða. Ákærði játaði brot sitt og skýrði hreinskilnislega frá mála- vöxtum. Ákærði var í héraði dæmdur í 18 mánaða fangelsi og dæmdur til að greiða konunni 300.000 krónur í miskabætur. Hæstiréttur þyngdi refsinguna í 2 ára fangelsi, en staðfesti ákvæði héraðsdóms um miskabætur. Dómur Hæstaréttar 21. janúar 1992 Ákærða var gefið að sök að hafa í desember 1990 á heimili sínu, eftir að 16 ára stúlka hafði neitað að hafa við hann samfarir og flúið út úr húsinu, elt hana á nærbuxum einum fata og ráðist á hana spölkom frá húsinu og mis- þyrmt henni, m.a. slegið hana hnefahögg í andlitið, hárreitt hana og dregið hana inn í húsið og þar haldið áfram að þjarma að henni og varna henni brott- farar og loks með líkamlegu ofbeldi og ógnandi framkomu þröngvað henni til holdlegs samræðis. Ákærði neitaði sök, en var mjög óstöðugur í skýrslum sínum. Frásögn stúlkunnar var í fjölmörgum atriðum studd rannsókn á vett- vangi og á fatnaði hennar og líkama. Þá var framburður hennar alltaf hinn sami í öllum verulegum atriðum. Móðir ákærða og maður sem var gestkom- andi hjá henni voru yfirheyrð, en framburður þeirra rakst í verulegum atriðum á skýrslur ákærða og stúlkunnar. Töldust þau hvorki óvilhöll né trúverðug. Sök ákærða þótti sönnuð og var hann í héraði dæmdur í 18 mánaða fangelsi og til að greiða kæranda 500.000 krónur í miskabætur. Hæstiréttur staðfesti 119

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.