Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Síða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Síða 55
þvottaherbergi íbúðarinnar þar sem hann þröngvaði henni til holdlegs samræðis. Ákærði batt síðan konuna á höndum og fótum eftir að hann hafði komið fram vilja sínum. I þriðja lagi var ákærða gefið að sök að hafa í september 1992 þröngvað konu tvisvar til holdlegs samræðis. í fjórða lagi var ákærða gefið að sök rán með því að ráðast í nóvember 1992 á starfsstúlku sólbaðsstofu með hníf að vopni, tekið fyrir vit hennar, dregið hana afsíðis og fengið hana með ógnunum og líflátshótunum til að opna fyrir sig afgreiðslukassa stofunnar og tók ákærði þar reiðufé, tékka og greiðslukortanótur. Auk þessa var ákærða gefið að sök að hafa framið fjársvik og jafnframt ekið bifreið undir áhrifum áfengis. Ákærði var sakfelldur fyrir þau brot sem hann var ákærður fyrir. Sakfelling vegna atburðarins sem varð á Akureyri var meðal annars byggð á DNA sam- anburðarrannsókn sem fram fór á sæði sem fannst á vettvangi og blóði ákærða. Kemur fram í dóminum að líkur á að fá fram sams konar greiningu frá manni óskyldum ákærða væru taldar 1 á móti 300.000. í héraði var ákærði dæmdur í 10 ára fangelsi, en hann hafði nokkurn brotaferil að baki og hafði frá árinu 1987 verið dæmdur 11 sinnum fyrir þjófnað, fjársvik og skjalafals. Þá var hann dæmdur til greiðslu skaðabóta, m.a. til að greiða konunni á Akureyri 1.500.000 krónur í skaðabætur. Hæstiréttur þyngdi refsingu ákærða í 12 ára fangelsi og staðfesti ákvæði héraðsdóms um skaðabætur. Segir svo m.a. í dómi Hæstaréttar: „Við ákvörðun refsingar verður að líta til þess, að ákærði hefur gerst sekur um óvenju hrottafengnar og háskalegar líkamsárásir og stórfelld kynferðisbrot og beitt við það hættulegum verkfærum. Hann hefur rofið heim- ilisgrið og vakið fórnarlömbum sínum ótta um líf þeirra og velferð og í einu tilviki einnig ungra barna brotaþola". Dómur Hæstaréttar Danmerkur 12. ágúst 1992 Hér er rétt til samanburðar að greina frá dómi sem kveðinn var upp í Hæsta- rétti Danmerkur yfir 38 ára gömlum manni, sem áður hafði hlotið dóm fyrir nauðgun auk dóma fyrir auðgunarbrot. I þessu máli var ákærða gefið að sök að hafa nauðgað 4 konum mjög gróflega á árinu 1990. Beitti ákærði hnífum í tveimur tilvikum, auk þess beitti hann hálstaki og hótaði konunum lífláti létu þær ekki að vilja hans. Refsing ákærða var ákveðin 9 ára fangelsi. Fullyrða má að sakargiftir í þessu ntáli voru mun alvarlegri en í máli því sem reifað var hér á undan. Dómur Hæstaréttar 24. mars 1994 í máli þessu var ákærða, þá 46 ára gömlum, gefið að sök kynferðisbrot og líkamsárás með því að hafa um 3 tíma skeið frá því snemma haustmorguns árið 1992 ráðist með ofbeldi á 54 ára gamla konu í kirkjugarði í Reykjavík og reynt að þröngva henni til samræðis og jafnframt neytt hana til annarra kynferðismaka en samræðis. Þegar lögreglumenn komu á vettvang lá konan nær fatalaus á jörðinni og stóð ákærði yfir henni með getnaðarlim sinn utan- klæða. Konan hlaut áverka um allan líkamann og jafnframt fundust mikil óhreinindi í klofi og ytri kynfærum. Konan taldi ákærða ekki hafa tekist að hafa við sig samfarir, en augljóst hafi verið að hann hati ætlað sér það. 121
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.