Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Síða 63

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Síða 63
Núverandi háttur býður auk þess heim hættu á að framgangur mála verði hægur. Ekki er kveðið á um ákveðinn tímafrest fyrir héraðsdómara til að árita beiðni um aðfararhæfi. f 12. gr. AFL er einungis kveðið á um að dómari skuli taka beiðnir til athugunar “svo fljótt sem við verður komið”. í 115. gr. EML er kveðið á um fjögurra vikna frest á dómsuppsögu. Reynslan sýnir að í verstu tilvikum hefði verið heppilegra að stefna málum fyrir dóm en að biðja um áritun um aðfararhæfi. Af ofansögðu skoðuðu er hér með gerð sú tillaga að þessi málaflokkur verði færður úr höndum héraðsdómara til sýslumanna. Með þeirri breytingu að auki að ekki þurfi að árita fjámámsbeiðni með formlegum hætti áður en boðað er til fjárnáms heldur verði látið sitja við þá frumkönnun sem nú fer fram hjá sýslumönnum. 3.3 Frainkvæmd aðfarar Með nýju aðfararlögunum hefur frumkvæði að framkvæmd aðfarar, eftir að aðfararbeiðni er lögð inn til sýslumanns, færst að verulegu leyti úr höndum gerðarbeiðenda. Misjafnt er þó eftir sýslumannsembættum hversu langt þau hafa gengið í einhliða skipulagningu á framkvæmd aðfarar í skjóli lagabreyt- inganna. Á þeim sýslumannsembættum þar sem málafjöldinn er mikill verður framgangur mála vissulega að fara eftir föstum verklagsreglum svo hafist undan. Stundum hefur þó virst að svo mikill stofnanabragur sé kominn á að ekki sé gætt áskilnaðar 20. gr. AFL um samráð sýslumanns við gerðarbeiðanda um framkvæmd aðfarar. Hér er varpað fram þeirri hugmynd að umsvifameiri aðilar fái ákveðinn tíma hjá embættunum þar sem þeirra mál verði tekin fyrir. Unnt ætti að vera að taka fyrir meirihluta allra þeirra mála á slíkum fastákveðnum tímum. Þau mál sem yrðu að bíða vegna forgangs annarra gerðarbeiðenda yrðu annað hvort tekin fyrir strax á eftir máli þess sem forgang hefur eða á næsta reglulega tíma. Sinni gerðarþoli boðun eða sé kunnugt um eignir hans lýkur málinu við fyrstu fyrirtöku. Vandamál hafa á hinn bóginn skapast mæti gerðaþoli ekki og nærveru hans er þörf til að ljúka gerð. Lögin gera ráð fyrir því að meginstefnu að gripið sé til boðunar í krafti lögregluvalds, sbr. 24. gr. AFL, en einnig er kostur á því að færa gerðina til þess staðar þar sem næst til gerðarþola. Áhrifamáttur þessara úrræða er ekki sem skyldi. Annars vegar vegna tregðu við beina valdbeitingu og mannfæð lögreglunnar og hins vegar sökum þess að framgangur mála hefur mátt líða fyrir óformlega kjaradeilu milli sýslu- mannsfulltrúa og ríkisins. Ljóst er að miðað við núverandi ástand skortir nokkuð á að nægilega vel sé búið að embættunum til þess að þau aðfararmál þar sem mæting bregst geti haft eðlilegan framgang. Tekjuöflun ríkisins af þessum málaflokki er hins vegar slík að gera verður kröfu um að úr verði bætt hvort sem það verður með því að auka við mannskap í aðfarardeildum sýslumannsembættanna eða 129
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.