Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Síða 69
SKÝRSLA STJÓRNAR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS
ÍSLANDS Á AÐALFUNDI 28. OKTÓBER 1993
í stjóm félagsins á því starfsári, sem nú lýkur voru:
Gunnlaugur Claessen formaður, Dögg Pálsdóttir varaformaður, Ingvar J.
Rögnvaldsson ritari, Sigríður Ingvarsdóttir gjaldkeri, Ásdís J. Rafnar fram-
kvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga, Helgi Jóhannesson og Markús Sigur-
bjömsson meðstjómendur.
Stjómin var kosin á aðalfundi, sem haldinn var í Kornhlöðunni 30. október
1992.
Starfsárið var frá 30. október 1992 til 28. október 1993. Starfsemin fór fram
með hefðbundnum hætti og er í meginatriðum þessi:
1. Fræðafundir
1. í framhaldi aðalfundar hinn 30. október 1992 var haldinn kvöldverðarfundur
í Komhlöðunni við Lækjarbrekku. Erindi flutti Magnús Óskarsson, borgar-
lögmaður er hann nefndi: „Hugleiðingar út frá lögfræði“. Fundargestir voru 36.
2. Hinn 26. nóvember 1992 var haldinn fundur um efnið: „Nýmæli í barna-
lögum nr. 20/1992 og lögum um vernd bama og ungmenna nr. 58/1992“.
Frummælendur voru Drífa Pálsdóttir, deildarstjóri og Sigríður Ingvarsdóttir,
héraðsdómari.
Þátttakendur í pallborðsumræðum voru auk framsögumanna: Páll Hreinsson,
aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og Benedikt Bogason, formaður
Bamavemdamefndar Reykjavíkur. Fundargestir voru 58.
3. Kvöldverðarfundur á aðventu var haldinn 11. desember 1992 í veitinga-
salnum Hvammi á Holiday Inn.
Að loknu borðhaldi flutti Jón Sigurðsson, forstjóri íslenska jámblendifélags-
ins, hugleiðingu sem hann nefndi: „Lögfræðin er mér löngu gleymd“. Fundar-
gestir voru 48.
4. Lögfræðingafélag íslands tók þátt í fundi, sem Hið íslenska sjóréttarfélag
boðaði til hinn 29. janúar 1993. Frummælendur voru Jon Marvin Jonsson og
Mark G. Beard, lögmenn í Seattle, Washingtonríki í Bandaríkjunum. Fundar-
efni: „Maritime Personal Injury Litigation In America“. Fundargestir voru 19.
5. Laugardagsmorgunn 30. janúar 1993 var efnt til orðræðna yfir morgun-
135