Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Side 75

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Side 75
2. Með leit sem byggist á lögfræðilegum efnisorðum sem raðað er í hjálpar- skrá bæði í stafrófsröð og eins eftir fræðilegri efnisröðun. 3. Leit eftir lagatilvitnunum í dómi. Lagaskrá danska kerfisins byggist á því að öllum lögum eru gefin gæluheiti, sambærileg við t.d. þinglýsingalög, einkamálalög, skotvopnalög eða opinber mál, lög um. Til að flýta fyrir við skoðun þeirra mála sem finnast við tiltekna leit birtist fyrst listi yfir þá dóma sem fundust, þ.e. ártal dóms og upphafsblaðsíðutal og þar á eftir stutt lýsing á efni viðkomandi dóms, 1-3 línur. Ef einhver dómur virðist falla að markmiði leitarinnar er hægt að fá fram reifun þess dóms og að lokum texta dómsins í heild sinni. Leitin getur tekið til alls dómasafnsins eða tiltekins tímabils. Hægt er með einföldum hætti að færa skjámyndir, hluta úr dómum eða dóma í heild sinni yfir í ritvinnsluskrár og prenta út eins og hvem annan texta. Þann 12. desember sl. var hlutafélagið íslex hf. stofnað í Reykjavík en til- pangur þess er m.a. sá að annast tölvuvinnslu á gögnum sem tengjast lögfræði. I stjórn félagsins voru kosnir Öm Höskuldsson hrl. formaður en þeir Tryggvi Gunnarsson hrl. og Gísli Gíslason hdl. meðstjómendur. Félagið hefur tekið þá ákvörðun að ráðast í útgáfu á dómasafni Hæstaréttar á tölvutæku formi og hefur fengið heimild Hæstaréttar Islands og dómsmála- ráðuneytisins til útgáfunnar. Fyrirhugað er að selja dómasafnið til áskrifenda á CD-diskum. Ráðgert er að í fyrstu útgáfu dómasafnsins verði a.m.k. 10 síðustu árgangar hæstaréttardóma. Árlega verði síðan gefin út ný útgáfa og þá verði auk dóma síðasta árs bætt við 3-5 eldri árgöngum í hvert sinn. Ekki er þó ráðgert að fara lengra aftur með útgáfuna en til 1950. Reynt verður að halda kostnaði við verkið og þar með áskriftarverði í lágmarki en fyrirsjáanlegt er að vegna smæðar markaðarins verður áskriftarverð ekki lægra en kr. 150.000 í upphafi og kr. 30.000 á ári eftir það. Ritnefnd hefur tekið til starfa á vegum félagsins og hana skipa þeir Ragnar Aðalsteinsson, Sigurður Líndal og Sigurður T. Magnússon og mun hún hafa úrslitavald um það hvenær verkið er komið í það horf að rétt sé að gefa það út. Félagið hefur sent erindi til tölvunefndar og verður staðið að útgáfunni í samræmi við þau skilyrði sem nefndin kann að setja um takmarkanir á birtingu og leit á nöfnum og kennitölum einstaklinga. Bókasafn Lögmannafélags íslands hefur fest kaup á CD-diski GAD-for- lagsins með UfR-dómasafninu og hefur Islex hf. haft afnot af diski þessum að undanförnu. Ritnefnd íslex hf. hefur skoðað diskinn og það leitarforrit og leitarmöguleika sem liggja að baki notkun á texta dómasafnsins. Niðurstaða ritnefndarinnar og stjómar íslex hf. hefur orðið sú að uppsetning textans og leitarforritið henti afar vel við útgáfu á dómasafni Hæstaréttar íslands. Þegar hefur verið rætt við GAD-forlagið og óskað eftir heimild til að nota þá skipan efnis, efnisorðaskráa og lagaskráa sem er í hinni tölvutæku útgáfu 141

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.