Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 3
TÍMAItlT m m LÖGFRÆÐHVGA 2. HEFTI 45. ÁRGANGUR MAÍ1995 EFTIR AFMÆLIÐ Hæstiréttur íslands átti 75 ára afmæli fyrir skemmstu. Það markaði í sjálfu sér engin sérstök tímamót, en gaf tilefni til umhugsunar um stöðu dómsvaldsins í landinu. Að vísu er það svo að undanfarið hefur þó nokkur umræða farið fram um dómsvaldið, skipulag þess og framkvæmd, og á hún fyrst og fremst rót sína að rekja til aðskilnaðar umboðsvalds og dómsvalds. Á afmælinu rifjaðist það t.d. upp fyrir mönnum að handhafi æðsta dómsvalds íslendinga hefur aðeins setið í landinu sjálfu í 75 ár, allt frá lokum þjóveldisaldar. Þetta er ekki ýkja- langur tími í ævi þjóðarinnar, ekki síst þegar litið er til þess að þrír aldar- fjórðungar eru svipaður tími og meðalmannsævin er á okkar dögum. Ekki er að sjá að þessi tiltölulega ungi aldur hafi verið Hæstarétti fjötur um fót, enda er það svo, að meginstofnanir þjóðarinnar eru á svipuðum aldri, þegar Alþingi er frá- talið. Hæstiréttur er óaðskiljanlegur hluti dómsvaldsins í landinu. Hann hefur eðlilega ákveðna sérstöðu, ekki sfst þá að dómar hans eru endanlegir, við þeim verður ekki haggað, nema rétturinn sjálfur ákveði að taka þá til endurskoðunar. Dómsvaldið í landinu er samt sem áður ein heild þegar litið er til þess sem einn- ar af þremur greinum ríkisvaldsins. Hlutverk dómsvaldsins er að skera úr þeim deilum í þjóðfélaginu sem til þess er skotið með réttum hætti, það er að setja deilumar niður. Undan þessari skyldu verður ekki vikist, sama hve erfið og viðkvæm málin eru. Af sjálfu leiðir að dómarar hljóta að forðast það sem heit- an eldinn að taka þátt í deilum ekki síst þeim, sem háðar eru á opinberum vettvangi um viðkvæm og vandmeðfarin þjóðfélagsmál, eða gefa höggstað á sér að öðm leyti. Fátt myndi ömurlegra að sjá en dómara hrekjast fyrir veðri og vindum fjölmiðlanna, sjá fjölmiðlamenn skemmta sér við að hamast á þeim, sem em í afar þröngri stöðu bæði til sóknar og vamar. Það yrði sár raun. Að vísu 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.