Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 54
víðtækari merking í það þó svo Geitland sé nefnt afréttaiiand í afsalinu, enda
geti þýðing þess hugtaks verið mismunandi. Ennfremur er vikið að því að ekki
liggi fyrir hvernig Reykholtsdalshreppur varð meðeigandi Hálsahrepps, en
hinsvegar sé enginn ágreiningur milli sveitarfélaganna um eignarhald á Geit-
landi. Kemst dómurinn síðan að þeirri niðurstöðu að Geitland sé landareign í
eigu Hálsa- og Reykholtsdalshreppa í skilningi 1. mgr. 2. gr. laga nr. 33/1966
um fuglaveiðar og fuglafriðun og sakfelldi því feðgana.
2.5 Niðurstaða Hæstaréttar
í forsendum Hæstaréttar er í upphafi vikið að því, að óvíst sé hvort land-
svæði það sem Landnáma nefnir Geitland og segir numið milli Hvítár og Suð-
urjökla, sé það sama og nú ber það nafn. Vísar rétturinn í því sambandi til
fyrrnefndrar lýsingar í landamerkjaskrá Geitlands frá 1898, þar sem segir að
Geitland sé land allt milli Geitár og Hvítár að undanteknu Torfabæli. I niður-
stöðum Hæstaréttar segir síðan orðrétt:
í kjölfar landnáms virðist Geitland hafa verið fullkomið eignarland. Þegar litið er til
hinna elstu heimilda um rétt Reykholtskirkju að Geitlandi virðist það hinsvegar vafa
undirorpið hvort landið sé eignarland. þar sem tekið er fram í þeim heimildum að
skógur fylgi landi. Heimildir ríkisins til að afsala Hálsahreppi Geitlandi era leiddar af
rétti Reykholtskirkju til landsins og leikur þannig vafi á því, hvort það er eign, sem
háð er beinum eignarrétti. Þess verður einnig að gæta, að ekki verður ráðið af afsal-
inu hvort Geitland telst þar afréttur eða eignarland. Þá verður heldur ekki ráðið af
öðrum gögnurn málsins hvort Hálsahreppur og Reykholtsdalshreppur eiga bein
eignarréttindi að Geitlandi eða einvörðungu beitarrétt eða önnur afnotaréttindi.
Þar sem vafi leikur á unt það, hvernig eignarrétti Hálsahrepps og Reykholtsdalshrepps
að hinu umdeilda landi er háttað, ber með vísan til 45. gr. laga nr. 19/1991 um með-
ferð opinberra mála að sýkna ákærðu af tilraun til brots gegn 1. mgr. 2. gr. laga nr.
33/1966, sbr. 41. gr. sömu laga, sbr. 33. gr. laga nr. 116/1990, sbr. nú 2. mgr. 8. gr.
laga nr. 64/1994.
3. NÁNAR UM RÉTTARSTÖÐUNA FYRIR DÓM HÆSTARÉTTAR
FRÁ 3. NÓVEMBER 1994. - KRÖFUR DÓMSTÓLA TIL EIGNAR-
HEIMILDA.7
Þessu næst er rétt að víkja stuttlega að því, hvaða kröfur íslenskir dómstólar
hafa gert til eignarheimilda í sambærilegum tilvikum, þ.e. þegar deilt hefur
verið um eignarrétt að landsvæðum, sem legið hafa utan landareigna jarða eða
marka annarra hefðbundinna eignarlanda, ef svo má að orði komast.
7 Sjá nánar um þetta efni Karl Axelsson, sama rit, bls. 82-83; Sigurður Líndal, sama rit, bls.
19 og Þorgeir Örlygsson, sama rit, bls. 568-574.
158