Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 4
geta þær aðstæður skapast að dómara sé óhjákvæmilegt að tjá sig opinberlega um störf sín og stöðu, en þá skyldi hann ætíð gæta tungu sinnar og þess virðu- leika, sem hann þarf að hafa til að bera, ekki aðeins gagnvart þjóðfélagsþegn- unum almennt, heldur einnig gagnvart starfssystkinum sínum. Hér er trúverð- ugleiki dómsvaldsins í húfi, en traustið á dómstólunum er eitt af grundvallar- atriðum þess, að þeir geti gegnt hlutverki sínu með fullri reisn eins og til er ætlast. Að sjálfsögðu þýðir þetta skerðingu á málfrelsi, en dómarar hafa einu sinni undir þetta ok gengist og verða við það að una. Öðru máli gegnir þegar um er að ræða lögfræðina sem fræðigrein, aldalöng hefð er fyrir því að dómarar leggi þar sitt af mörkum og taki fullan þátt í rökræðum og deilum. Að vísu getur þarna verið mjótt mundangshófið en varla svo, að þess sé ekki hægt að gæta með sæmilegum hætti. Þótt störf lögmanna séu ekki hluti dómsvaldsins samkvæmt skilgreiningu, þá skipta þau afar miklu máli, þegar til kasta dómsvaldsins kemur. í réttarfari okkar er það meginmarkmið að hið rétta sé leitt í ljós og það nái síðan fram að ganga. Það skiptir höfuðmáli að þar leggi hönd að verki kröftug og vel upplýst lögmannastétt, vitandi um það þjóðfélagslega hlutverk sem hún gegnir. Það skiptir lfka miklu máli að gagnkvæmt traust rfki á milli dómara og lögmanna þannig að framangreindu meginmarki verði sem best náð og andrúmsloftið í þessum hópi sé hreinskiptið og menningarlegt. Sá hluti framkvæmdavaldsins sem ákæruvaldinu hefur verið falinn er mikil- vægari en oft liggur í augum uppi. Ákæruvaldið er einn þýðingarmesti þáttur refsivörslunnar í landinu og er ætíð vandmeðfarið. Samhliða aðskilnaðinum voru gerðar breytingar á lögum um meðferð opinberra mála, sem m.a. höfðu það í för með sér að ákæruvaldið þarf að sækja hvert mál sem það höfðar. Það leiddi til nánari samskipta ákæruvaldsins og dómstólanna en áður voru. Hér gegnir hinu sama máli, þýðingarmikið er að samskipti ákæruvalds og dómstóla séu sem best, þótt þar á milli verði samt sem áður að vera sú fjarlægð sem lög gera ráð fyrir. Allt bendir til þess að þessar breytingar hafi í einu og öllu verið til bóta. í gagnmerkri grein sem Sigurður Líndal prófessor ritaði í þetta tímarit í tilefni af afmæli Hæstaréttar fjallar hann m.a. um það sem hann kallar löggjaf- arhlutverk dómstóla. Þar segir hann: „Dómstólar móta einkum nýjar lagareglur þegar þeir taka afstöðu til álitaefna sem engin lög taka til, þegar lagaákvæði er beitt í fyrsta sinn - það er raunar háð því hversu ýtarleg löggjöf er - þegar vikið er frá fordæmi og ný regla mótuð og jafnvel þegar venju er fylgt“. Þetta er að sjálfsögðu rétt hjá Sigurði, en engu að síður skal því haldið fram hér að dæmi um þetta séu mun færri en Sigurður vill vera láta og er þá lfka haft í huga að í erindi sem hann flutti á hátíðarsamkomu í Háskólabíói á afmæli Hæstaréttar komst hann svo að orði: „En hvemig sem réttarheimildum annars er háttað - og hversu lítið eða mikið svigrúm þær kunna að veita dómstólum - er ljóst að dómstólar setja viðbótarreglu af einhverju tagi í flestum málum sem þeir dæma, stundum með túlkun, en í annan tíma með viðauka - mörkin þar á milli eru raunar óljós“. 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.