Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 61
Að öllu þessu athuguðu stendur það eftir við mat á niðurstöðu Hæstaréttar
frá 3. nóvember 1994, að ekki telst sannað að hinn upprunalegi og beini eignar-
réttur að Geitlandi hafi allur færst yfir til Reykholtskirkju og ræður þar öðru
fremur tilgreining Reykholtsmáldaga á þessari eign kirkjunnar. Að þvr leyti má
segja að rétturinn sé kominn á „fomar slóðir“ í mati sínu, því að í Hrd. 1971
1137 taldi hann einmitt að tilgreining máldaga, lögfesta og fleiri sambærilegra
gagna, þessarar sömu kirkju, á landi austan Reyðarvatns, væri ekki nægilega af-
dráttarlaus grundvöllur eignarréttartilkalls Lundarreykjadalshrepps, sem leiddi
rétt sinn til landsvæðisins frá kirkjunni. í því tilviki lágu á hinn bóginn ekki
fyrir jafn afdráttarlausar upplýsingar Landnámu um upphaflega eignatöku.
Þar er líka áhugavert að bera niðurstöðu Hæstaréttar frekar saman við niðurstöðu
réttarins í dómsmálunum um Landmannaafrétt. í þeim málum vildu afréttareig-
endur m.a. byggja hið beina eignarréttartilkall sitt á aldalöngum samnotum sínum
af landinu, en ekki lágu fyrir neinar ömggar heimildir um uppmnalega eignatöku
þess. í Geitlandsmálinu er hinsvegar um öndverða stöðu mála að ræða, uppmnaleg
eignataka eða nám telst sannað, en Hæstiréttur telur hinsvegar heimildum fyrir þeim
eignarréttindum og varðveislu þeirra svo áfátt, að slíkur réttur til landsins síðar, telst
ósannaður. Óneitanlega er sú réttarstaða, sem ráð er fyrir gert, nokkuð sérstök.
Þannig er það viðurkennt að til beins eignarréttar hafi stofnast yfir landinu í önd-
verðu, en einhvem tíma iyrir lok tólftu aldar, þegar Reykholtskirkja sannanlega
telur Geitland fyrst til eigna sinna, sbr. máldagaákvæðin, þá hefur að mati Hæsta-
réttar, hluta þessara eignarréttinda verið ráðstafað annað eða þau hreinlega „íjarað
út“ með öðmm hætti. Með tilliti til eldri dóma, sbr. reifanir hér að framan, er enn-
fremur full ástæða til að draga þá ályktun, að í þessu tilviki séu gerðar ríkari sönn-
unarkröfur um tilvist og efni eignarheimilda en gert væri um landsvæði, sem land-
fræðilega félli innan marka viðurkenndra eignarlanda.
5. NIÐURSTÖÐUR í STUTTU MÁLI
Samandregið er niðurstaðan sú að dómur Hæstaréttar breyti ekki neinum
grundvallarforsendum á þessu réttarsviði eða skapi það fordæmi, sem leysi
almennt úr sambærilegum eignarréttarþrætum. Blandast þar auðvitað inn í, eins
og fyrr sagði, eðli máls þessa og tilhögun á sönnunarbyrði. Að því marki, sem
ályktanir verða þó dregnar af dómnum, virðist annarsvegar ljóst að Hæstiréttur
hefur í máli þessu tekið stefnumarkandi afstöðu til heimildagildis Landnámu,
sem leiðir óhjákvæmilega til þess að litið verður í ríkari mæli til þess rits við
skoðun á upprunalegri eignatöku umdeildra landsvæða. Hinsvegar eru sönn-
unarkröfur hertar gagnvart þeim aðilum, einstaklingum eða lögpersónum, sem
halda fram beinum eignarrétti að afréttum og öðru landi, utan marka þeirra
svæða, sem réttarskipanin hefur óumdeilanlega viðurkennt sem bein eignar-
lönd. Hertar í þeim skilningi, að þó svo upprunalegt nám og eignataka land-
svæðis sé talin ótvíræð, þá verður að sanna sérstaklega áframhaldandi tilvist og
mögulega yfirfærslu þeirra beinu eignarréttinda.
165