Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 38
því nafni, heldur fer það eftir hlutverki hennar og eðli. Sé reynt að draga saman
meginatriði þess sem fram hefur komið í dómaframkvæmd EB-dómstólsins má
segja að viðkomandi stofnun þurfi að uppfylla eftirtalin skilyrði til að geta tal-
ist dómstóll:10
a) að um sé að ræða varanlega stofnun sem mælt er fyrir um í lögum,
b) að hún hafi vald til að leysa úr ágreiningsefnum,
c) að lögsaga stofnunarinnar sé lögbundin en ekki valkvæð,
d) að málsmeðferð fylgi í meginatriðum málsmeðferð fyrir dómstólum og
e) að úrlausn sem stofnunin veitir sé bindandi fyrir aðila og sé fullnustuhæf.
I a-lið felst það skilyrði að urn sé að ræða opinbera stofnun, þ.e. stofnun sem
er hluti ríkiskerfisins, og mælt er fyrir um í lögum. í því felst m.a. að gerðar-
dómur, sem aðilar hafa komið sér saman um til að leysa úr tilteknu máli, getur
almennt ekki farið fram á ráðgefandi álit.11 Lögbundnir gerðardómar, sem telj-
ast hafa nœgileg tengsl við hið opinbera, geta hins vegar beðið um slrkt álit að
ákveðnum skilyrðum uppfylltum.12
í b-lið felst það skilyrði að um sé að ræða stofnun sem hefur það hlutverk að
skera úr réttarágreiningi. Þetta merkir að stofnunin verður að hafa það hlutverk
lögum samkvœmt að kveða á um úrlausn ágreinings, sérstaklega þeim sem með
einum eða öðrum hætti tengist framkvæmd EES-réttar í viðkomandi ríki. í
10 Helstu dómar sem hér koma til skoðunar eru: Mál nr. 61/65 G. Vaassen [1966] ECR 261;
mál nr. 43/71 Politi S.A.S. v. Ministry of Finance oftlie Itaiian Republic [1971] ECR 1039;
mál nr. 138/80 Borker [1980] ECR 1977; mál nr. 246/80 Broekmeulen v. Huisarts Registratie
Commissie [1981] ECR 2311; mál nr. 14/86 Pretore de Salö v. X [1987] ECR 2545; mál nr.
67/91 Direciön General de Defensa de la Competenica v. Asociaciön Espahola de Banca
Privada (AEB) and Others [1992] ECR 1-4785; mál nr. 24/92 Pierre Coribau v.
Administration de Contributions [1993] ECR 1-1277; mál nr. 18/93 Corsica Ferries Italia Srl.
v. Corpo dei Piloti del Porto di Genova [1994] ECR 1-1783. Sjá nánar um þetta álitaefni í riti
K.P.E. Lasok: The European Court ofJustice. Practice and Procedure. 2. útg. London 1994,
bls. 555-557. Höfundur telur að af dómaframkvæmd EB-dómstólsins megi ráða að eftirtalin
atriði séu höfð í huga þegar metið er hvort stofnun geti talist dómstóll (court or tribunal) í
skilningi EB-réttar: „1) the composition of the body must be determined by an exercise of or
entail a significant degree of involvement on the part of public authority; 2) the body must be
entrusted by law with the exercise of certain powers or responsibilities of a public law nature,
in particular those relating to the implementation of Community law; 3) its jurisdiction over
the dispute must be compulsory and not consensual; 4) its procedure rnust be similiar to that
of ordinary courts; 5) it must apply rules of law; and 6) its decisions rnust bind the parties and
therefore be enforcable", (bls. 556).
11 Mál nr. 102/81 Nordsee [1982] ECR, bls. 1095.
12 Mál nr. 61/65 Vaassen-mál [1966] ECR, bls. 261 (einkum bls. 273). Sjá einnig mál nr.
109/88 Handeis- og Kontorfunktionœremes Forbund i Danmark v. Dansk Arbejdsgiver-
forening (Danfoss) [1989] ECR, bls. 3199 (einkum bls. 3199-3200 og 3224-3225).
142