Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 21
Reglumar um sérstakt hæfi dómara hafa ekki það eina markmið að tryggja
efnislega rétta niðurstöðu. Því er jafnframt vandsvarað, hvenær afstaða dómara
til aðila eða málefnis er slfk, að hann telst hlutdrægur, enda liggur sjaldnast
nokkuð fyrir um huglæga afstöðu dómara. Gera verður þá kröfu til dómstóla í
réttarrfki, að þeir njóti trausts til að byggja niðurstöður sínar á lögum og að þeir
láti ekki stjórnast af ómálefnalegum sjónarmiðum. Því getur verið óviðeigandi,
að dómari í tiltekinni aðstöðu fari með mál, þar sem slíkt væri til þess fallið, að
málsaðilar og almenningur gætu með réttu dregið óhlutdrægni hans í efa. Þetta
getur allt eins átt við, þótt dómari sé í raun óvilhallur, en allt að einu verði með
skynsamlegum hætti efast um óhlutdrægni hans. Að þessu leyti hefur þetta
sjónarmið, sem nefnt hefur verið traustssjónarmiðið, víðtækara gildi heldur en
öryggissjónarmiðið.2
3. UM G-LIÐ 5. GR. EINKAMÁLALAGANNA
3.1 Orðalag reglunnar
Svo sem áður greinir er regla g-liðar 5. gr. eml. matskennd vanhæfisregla. Það
lagaákvæði er orðað með nokkuð öðrum hætti en hliðstæð regla í 7. tl. 36. gr.
eldri einkamálalaga nr. 85/1936. Sú regla hljóðaði þannig, að dómari viki úr
dómararsæti í máli ef hann:
Er óvinur aðilja, eða málið varðar hann eða venslamenn hans verulega fjárhagslega eða
siðferðilega, eða annars er hætta á því, að hann fái ekki litið óhlutdrægt á málavöxtu.
Lagaákvæði þetta virðist einkum taka mið af huglægri afstöðu dómara og því
öðm fremur orðað með hliðsjón af öryggissjónarmiðinu. Vanhæfisregla g-liðar 5.
gr. eml. hljóðar hins vegar þannig, að dómari sé vanhæfur til að fara með mál ef:
fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður (en getur í a-f liðar 5. gr„ innsk. höf.) sem
eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa.
Vanhæfisregla þessi er orðuð með hlutlægari hætti en áður var og því frekar
í ætt við traustssjónarmiðið. Vafalaust hefur reglan verið sett fram með þessum
hætti með hliðsjón af sambærilegum ákvæðum í löggjöf annarra landa. í því
sambandi má til dæmis benda á ákvæði danskra og norskra réttarfarslaga.3
2 Páll Hreinsson: Sérstakt hœfi dómara, bls. 222-223. Berhard Gomard: Civilprocessen,
bls. 123. Steen Rönsholdt: Om dommeres specielle habiHtet, bls. 285.
3 Akvæði 61. gr. dönsku réttarfarslaganna (rpl.) er svohljóðandi: „Ingen má handle som
dommer i en sag, nár der i övrigt foreligger omstændigheder, som er egnede til at rejse tvivl
om dommerens fuldstændige upartiskhed". Sambærilegt ákvæði er að fínna í 108. gr. norsku
dómstólalaganna og hljóðar svo: „Dommer eller lagrettemedlem kan heller ikke nogen være,
nár andre særegne omstendigheter foreligger, som er skikket til á svekke tilliten til hans
uhildethet. ...“.
125