Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 22
3.2 Almenn skýringarsjónarniið
Eins og áður kom fram er ekki afmarkað í hinni matskenndu vanhæfisreglu
g-liðar 5. gr. eml., hvaða atvik eða aðstæður valda því, að dómari telst vanhæf-
ur. Efnislegt inntak reglunnar verður því ekki ráðið af henni sjálfri, heldur
hvernig reglunni er beitt af dómstólum og hvernig ætla má, að ákvæðið verði
túlkað í hverju einstöku tilviki. Þessi tilvik geta hins vegar verið svo marg-
breytileg og ófyrirsjáanleg, að ekki verður gerð grein fyrir þeim með tæmandi
hætti. Hér verður ekki fjallað um einstök tilvik, þar sem til álita kemur að reglan
eigi við, heldur vikið að almennari sjónarmiðum til skýringar reglunni.
Til þess að dómari víki sæti á grundvelli g-liðar 5. gr. eml., þarf að vera unnt
að draga óhlutdrægni hans í efa. Því er ástæða til að afmarka nánar, hvenær
dómari er hlutdrægur og hvenær hann er óhlutdrægur. Sá dómari er óhlut-
drægur, sem lætur meðferð og niðurstöðu máls einungis ráðast af réttarheimild-
um á grundvelli rökstuðnings aðila og þeirra sönnunargagna, sem færð hafa
verið fram fyrir dómi. Hafa verður í huga, að dómari, sem fer með mál, hefur
sinn bakgrunn. Hann hefur vafalaust myndað sér ýmsar skoðanir á mönnum og
málefnum, auk þess sem hann kynni að gera slfkt við málsmeðferðina sjálfa. Þá
hefur dómari eflaust einhverja lífsskoðun, jafnvel fordóma. Dómari verður að
gæta þess, að ekkert af þessu hafi áhrif á hann við meðferð dómsmáls. Dómari
telst hlutdrægur, ef hann lætur stjómast af öðru en lögum, á grundvelli hlutlægs
mats á því, sem komið hefur fram fyrir dómi, svo sem utanaðkomandi atriðum
eða þrýstingi, persónulegum hagsmunum sínum eða annarra, vináttu eða óvild,
fordómum eða öðrum ómálefnalegum sjónarmiðum hverju nafni sem nefnast.
Þau atvik eða aðstæður, sem leiða til þess, að dómari telst vanhæfur til að fara
með mál, verða að hafa það sameiginlega einkenni að vera til þess fallnar, að
óhlutdrægni dómara verði með réttu dregin í efa. Hvort dómari er í raun vilhall-
ur verður sjaldnast rannsakað. Þá verður varla fullyrt, að hugur dómara til aðila
eða sakarefnis sé þannig, að hlutdrægni gæti ekki. Þetta getur jafnvel verið
dómaranum sjálfum óljóst, þar sem tiltekin atvik eða aðstæður gætu ómeðvitað
haft áhrif á afstöðu hans til máls. Þau atvik eða aðstæður, sem valda vanhæfi
dómara, eru því öðru fremur einhver sýnileg ytri atriði, sem gefa réttmætt tilefni
til að efast verði um óhlutdrægni dómara. í dæmaskyni má nefna, að um atvik
gæti verið að ræða, sem rekja má til háttsemi dómara sjálfs, svo sem ummæli
hans eða látbragð, er benti til þess, að hann væri málsaðila vilhallur. Þá gæti
einnig verið um að ræða aðstæður, sem ekki er á færi dómara að hafa áhrif á,
eins og fjárhagslegir eða persónulegir hagsmunir dómara eða aðstandenda
hans.4
3.3 Mat á því, hvort dómari telst vanhæfur
í 2. mgr. 6. gr. eml. er mælt svo fyrir, að dómari gæti af sjálfsdáðum að hæfi
4 Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls. 62-63.
126