Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Síða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Síða 22
3.2 Almenn skýringarsjónarniið Eins og áður kom fram er ekki afmarkað í hinni matskenndu vanhæfisreglu g-liðar 5. gr. eml., hvaða atvik eða aðstæður valda því, að dómari telst vanhæf- ur. Efnislegt inntak reglunnar verður því ekki ráðið af henni sjálfri, heldur hvernig reglunni er beitt af dómstólum og hvernig ætla má, að ákvæðið verði túlkað í hverju einstöku tilviki. Þessi tilvik geta hins vegar verið svo marg- breytileg og ófyrirsjáanleg, að ekki verður gerð grein fyrir þeim með tæmandi hætti. Hér verður ekki fjallað um einstök tilvik, þar sem til álita kemur að reglan eigi við, heldur vikið að almennari sjónarmiðum til skýringar reglunni. Til þess að dómari víki sæti á grundvelli g-liðar 5. gr. eml., þarf að vera unnt að draga óhlutdrægni hans í efa. Því er ástæða til að afmarka nánar, hvenær dómari er hlutdrægur og hvenær hann er óhlutdrægur. Sá dómari er óhlut- drægur, sem lætur meðferð og niðurstöðu máls einungis ráðast af réttarheimild- um á grundvelli rökstuðnings aðila og þeirra sönnunargagna, sem færð hafa verið fram fyrir dómi. Hafa verður í huga, að dómari, sem fer með mál, hefur sinn bakgrunn. Hann hefur vafalaust myndað sér ýmsar skoðanir á mönnum og málefnum, auk þess sem hann kynni að gera slfkt við málsmeðferðina sjálfa. Þá hefur dómari eflaust einhverja lífsskoðun, jafnvel fordóma. Dómari verður að gæta þess, að ekkert af þessu hafi áhrif á hann við meðferð dómsmáls. Dómari telst hlutdrægur, ef hann lætur stjómast af öðru en lögum, á grundvelli hlutlægs mats á því, sem komið hefur fram fyrir dómi, svo sem utanaðkomandi atriðum eða þrýstingi, persónulegum hagsmunum sínum eða annarra, vináttu eða óvild, fordómum eða öðrum ómálefnalegum sjónarmiðum hverju nafni sem nefnast. Þau atvik eða aðstæður, sem leiða til þess, að dómari telst vanhæfur til að fara með mál, verða að hafa það sameiginlega einkenni að vera til þess fallnar, að óhlutdrægni dómara verði með réttu dregin í efa. Hvort dómari er í raun vilhall- ur verður sjaldnast rannsakað. Þá verður varla fullyrt, að hugur dómara til aðila eða sakarefnis sé þannig, að hlutdrægni gæti ekki. Þetta getur jafnvel verið dómaranum sjálfum óljóst, þar sem tiltekin atvik eða aðstæður gætu ómeðvitað haft áhrif á afstöðu hans til máls. Þau atvik eða aðstæður, sem valda vanhæfi dómara, eru því öðru fremur einhver sýnileg ytri atriði, sem gefa réttmætt tilefni til að efast verði um óhlutdrægni dómara. í dæmaskyni má nefna, að um atvik gæti verið að ræða, sem rekja má til háttsemi dómara sjálfs, svo sem ummæli hans eða látbragð, er benti til þess, að hann væri málsaðila vilhallur. Þá gæti einnig verið um að ræða aðstæður, sem ekki er á færi dómara að hafa áhrif á, eins og fjárhagslegir eða persónulegir hagsmunir dómara eða aðstandenda hans.4 3.3 Mat á því, hvort dómari telst vanhæfur í 2. mgr. 6. gr. eml. er mælt svo fyrir, að dómari gæti af sjálfsdáðum að hæfi 4 Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls. 62-63. 126
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.