Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 11
ráðstefnu er unnið að gerð alþjóðasamnings um vemdun og stjórnun flökku- stofna og mikilla fartegunda á úthafinu á aðlæga beltinu utan efnahagslög- sögunnar. Kjami þeirra tillagna sem þar liggja fyrir er sá að þau ríki sem hagsmuna eiga að gæta á þeim miðum komi sér saman um stjómun veiðanna þar, þar á meðal um kvóta og aðrar ráðstafanir sem nauðsynlegar kunna að reynast til þess að koma í veg fyrir ofveiði úr fiskistofnunum. Ef slíkur úthafsveiðisamningur tekur gildi mun hann hafa áhrif á réttarstöðuna eins og hún er í dag en á þessari stundu er ekki tímabært að orðlengja hvert muni ná- kvæmlega verða inntak hinna nýju réttarreglna sem þessi misserin em í mótun. Það er þó full ástæða til þess að minna á að ísland hefur verið í hópi þeirra sjö strandríkja sem forystu hafa haft um mótun hinna nýju réttarreglna og í engu breytt stefnu sinni hvað varðar hagsmuni strandrrkja og verndun fiskistofna þótt að því hafi verið látið liggja af hálfu Norðmanna vegna veiða okkar á úthafinu. 4. SVALBARÐASAMNINGURINN Þá skal vikið að hinu meginágreiningsefninu, réttarstöðu Svalbarðasvæðisins. Þar horfa mál um margt öðra vísi við og segja má að þar sé staðan jafn óglögg og hún er ótvíræð á úthafinu í Smugunni. Fram til þess að Svalbarðasamningurinn var gerður 1920 var réttarstaða Svalbarðaeyjaklasans sú að hann var einskis manns land eða terra nullius. Meðal þeirra deilna sem ræddar vom á friðarráðstefnunni í Versölum eftir lok heimstyrjaldarinnar fyrri var langvarandi togstreita um yfirráð yfír Svalbarða. í framhaldi af friðarsamningnum var samningur um Svalbarða gerður 9. febrúar 1920. Upphafleg aðildarríki voru Noregur, Bandaríkin, Danmörk, Frakkland, Ítalía, Japan, Holland, Bretland og Sviþjóð. Fleiri ríki gerðust aðilar að samn- ingnum í kjölfarið og em aðildarríki nú 41. ísland gerðist aðili í maí 1994. Samningurinn um Svalbarða hefur að markmiði uppbyggingu eyjaklasans og friðsamlega nýtingu hans. Samningurinn kveður á um yfirráð Norðmanna yfír eyjaklasanum, en frá þeirri meginreglu em mikilvægar undantekningar. Ríkis- borgarar aðildarríkjanna og skip þeirra eiga sama rétt og Norðmenn til veiða, á sjó og landi, en Norðmönnum er heimilt að grípa til verndaraðgerða, sem þó verða að koma jafnt niður á borgumm aðildarríkjanna. Þá er ríkisborgurum allra aðildarríkja heimil atvinnustarfsemi á Svalbarða og nýting auðlinda, þar á með- al námuvinnsla. í samningnum er lagt bann við herstöðvum á eyjunum og skatt- lögsaga Norðmanna er mjög takmörkuð. I stuttu máli má segja að markmiðið með gerð Svalbarðasamningsins hafi verið þríþætt. í fyrsta lagi þótti nauðsynlegt að fela einu ríki yfirráð á eyjunum svo þær teld- ust ekki lengur terra nullius og Noregur varð fyrir valinu vegna nálægðar sinnar. I því fólst þó ekki það að veita Noregi einhvem efnahagslegan ávinning með hinni nýju skipan mála. Þvert á móti var það annað markmið samningsins að tryggja þann rétt annarra ríkja til auðlindanýtingar á eyjunum sem þau höfðu 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.