Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 45
5. MÁLSMEÐFERÐ FYRIR EFTA-DÓMSTÓLNUM
5.1. Inngangur
Um málsmeðferð fyrir EFTA-dómstólnum er mælt fyrir í starfsreglum fyrir
dómstólinn sem tóku gildi 1. janúar 1994. Þá er einnig að finna ákvæði þar að
lútandi í ESE-samningnum, og þá sérstaklega í bókun 5 við hann. Almennt má
segja að meðferð mála sem varða ráðgefandi álit sé í aðalatriðum sú sama og
endranær, eftir því sem við á. Hér verður þó að gæta sérreglna sem fram koma
í 7. kafla starfsreglnanna (96. og 97. gr.) og 5. kafla þeirra um tungumál.
Málsmeðferðinni er skipt í skriflegan og munnlegan hluta. Gert er ráð fyrir að
hluti málsmeðferðarinnar sé að jafnaði munnlegur, sbr. 1. mgr. 1. tl. 97. gr. starfs-
reglnanna
5.2 Skrifleg málsmeðferð
Um skriflega málsmeðferð eru almenn fyrirmæli í 32.-41. gr. Um ráðgefandi
álit sérstaklega eru ákvæði í 96. og 97. gr. starfsreglnanna. Megintilgangur með
skriflega hlutanum er að undirbúa málið fyrir munnlegan flutning. Þegar beiðni
um ráðgefandi álit hefur komið fram ber að senda afrit hennar, bæði í upphaflegri
gerð og í enskri þýðingu til ríkisstjóma EFTA-ríkja, eftirlitsstofnunar EFTA,
Bandalagsins og framkvæmdastjómar Bandalagsins og aðila málsins, sbr. starfs-
reglumar 1. mgr. 97. gr. Þetta er gert til þess að gefa þessum aðilum kost á að
leggja fram greinargerðir eða skriflegar athugasemdir fyrir EFTA-dómstólinn í
samræmi við 20. gr. bókunar 5 við ESE-samninginn. Frestur til að leggja fram
greinargerðir og skriflegar athugasemdir er tveir mánuðir, sbr. 20. gr. bókunar 5.
Rétt þykir að gefa ríkisstjómum allra EFTA-ríkja kost á að leggja fram greinar-
gerðir og athugasemdir, þar sem niðurstaða málsins getur einnig varðað þau. Um
eiginlega meðalgöngu er aftur á móti ekki að ræða í málum af þessu tagi.
Eftir að tveggja mánaða fresturinn er liðinn semur framsögumaður (Judge-Rap-
porteur) málflutningsskýrslu (Report for the hearing), þar sem atvikum málsins er
lýst og dregin em saman sjónarmið í greinargerðum og skriflegum athugasemdum
sem fram kunna að hafa komið. Málflutningsskýrslan er send öllum framan-
greindum aðilum sbr. 4. mgr. 97. gr. starfsreglnanna. Skýrslan á að vera á því tungu-
máli sem málið er rekið á fyrir þeim dómstóli sem sent hefur beiðni. Hún skal einn-
ig vera til reiðu á ensku, sbr. 3. tl. 27. gr. og 4. tl 97. gr. starfsreglnanna. Með mál-
flutningsskýrslu framsögumanns lýkur skriflegum hluta málsmeðferðarinnar.
í tveimur tilfellum gæti málum lokið án þess að munnlegur flutningur færi
fram. ífyrsta lagi getur dómstóllinn samkvæmt 2. tl. 2. mgr. 97. gr. starfsregln-
anna, eftir að greinargerðir og athugasemdir hafa verið lagðar fram á grundvelli
skýrslu framsögumanns og eftir að hafa tilkynnt þeim sem hlut eiga að máli,
ákveðið að munnlegur flutningur fari ekki fram. Þetta gildir þó ekki ef aðili
hefur óskað eftir að flytja mál sitt munnlega. / öðru lagi getur dómstóllinn lokið
máli strax með rökstuddum fyrirmælum, ef hann telur að beiðni um ráðgefandi
álit hafí að geyma spumingar sem eru augljóslega sams konar þeim sem dóm-
stóllinn hefur þegar dæmt um eða látið uppi álit á. Áður en málinu er lokið með
149