Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 57
endur voru ekki sjálfir aðilar að málinu og höfðu því ekki tækifæri til að reifa sjónarmið sín eða hugsanleg gögn, sem þeir telja eignarréttartilkall sitt byggt á. Kemur umrædd dómsniðurstaða því ekki í veg fyrir að á eignarrétt að Geitlandi reyni frekar, t.d. í venjulegu einkamáli.12 Um hinar efnislegu forsendur er það að öðru leyti að segja að sú niðurstaða Hæstaréttar hlýtur að teljast mjög athyglisverð að leggja frásögn Landnámu um upphaflegt nám eða eignatöku landsvæðisins fyrirvaralaust til grundvallar.i3Má þannig segja að í „Geitlandsmálinu“ telji Hæstiréttur að sýnt hafi verið fram á það, sem rétturinn taldi vanta upp á í Landmannaafréttarmálinu fyrra Hrd. 1955 108 og Nýjabæjarafréttarmálinu í Hrd. 1969 510, þ.e. nám eða upprunalega eignatöku hins umþrætta landsvæðis. Athyglisverð er niðurstaðan ekki síst fyrir það að ýmsir hafa talið vafasamt að frásagnir Landnámu yrðu lagðar gagnrýnis- laust til grundvallar, sem heimildir um upphaflega eignatöku.14 Hefur þá m.a. verið litið til þess að frumgerð Landnámu er rituð a.m.k. tvö hundruð árum eftir lok landnámsaldar, en sú gerð er hinsvegar ekki til, heldur eru elstu gerðir Landnámu, Sturlubók frá ofanverðri 13. öld og Melabók frá því um 1300. Þá hefur sú kenning ennfremur komið fram, að frum-Landnáma hafi öðru fremur verið samin í þeim tilgangi að skrásetja eignarheimildir höfðingjaættanna á 12. öld að þeim jarðeignum, sem þær áttu eða þóttust eiga á þeim tíma.15 í forsend- um Hæstaréttar finnast engar slíkar efasemdir. en þar er fullyrt að í kjölfar land- náms virðist Geitland hafa verið fullkomið eignarland. Hlýtur niðurstaða Hæstaréttar almennt að leiða til þess að í þeim tilvikum a.m.k., þar sem skýr frá- sögn Landnámu liggur fyrir um nám tiltekinna landsvæða, þá verði slík frásögn lögð til grundvallar um upphaflega eignatöku. Á hinn bóginn telur Hæstiréttur bresta sönnun eða heimildir um það, að hin upprunalegu beinu eignarréttindi hafí að öllu leyti yfirfærst til Reykholtskirkju, en frá henni leiða meintir, núverandi eigendur, Hálsa- og Reykholtsdalshreppar, rétt sinn. Óumdeilt er að ekki liggur fyrir neitt afsal eða annar yfirfærslugern- ingur til kirkjunnar. Slíkur gemingur væri í síðasta lagi frá því um eða skömmu eftir miðja tólftu öld og því ekkert óeðlilegt, hafi hann þá verið til, að hann sé 12 Hinir meintu eigendur Geitlands, þ.e. viðkomandi hreppar, geta þó tæplega látið reyna á eignarrétt sinn í eignardómsmáli, enda hafa þeir afsal fyrir landsvæðinu og því eru formskil- yrði 122. gr. einkamálalaga nr. 91/1991 ekki fyrir hendi, sbr. Hrd. 1994 36 og Hrd. 1994 39. 13 Það virðist engin áhrif hafa á það mat að fyrr í forsendunum réttarins er sérstaklega vikið að því að óvíst sé hvort landsvæði það sem Landnáma nefnir Geitland sé það sama og í dag ber það nafn. 14 Sjá m.a. Karl Axelsson, sama rit, bls. 82 og Sigurður Líndal. sama rit, bls. 19. 15 Jakob Benediktsson: „Landnám og upphaf allsherjarríkis", Saga Islands /, Reykjavík 1974, bls. 162-163 og Sveinbjörn Rafnsson: „Studier í Landnámabók. Kritiska bidrag till den islandskafristatstidens historia". Bibliotheca Historica Lundensis XXXI, Lundur 1974. 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.