Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 34
Ákvæði 34. gr. ESE-samningsins stefnir að sama markmiði. Ákvæðinu er
ætlað að stuðla að því að eitt af höfuðmarkmiðum EES-samningsins um sam-
ræmda beitingu og túlkun EES-reglna í EFTA-ríkjunum, og raunar á öllu
Evrópska efnahagssvæðinu, náist. Hér er því um að ræða hliðstæðu við 177. gr.
Rómarsáttmálans. Vaknar því sú spurning hvort og að hve miklu leyti rétt sé að
taka mið af dómaframkvæmd EB-dómstólsins varðandi skýringu á 177. gr.
Rómarsáttmálans við framkvæmd 34. greinar ESE-samningsins. Reynir þar
m.a. á skýringu 1. mgr. 3. gr. ESE-samningsins, en hún er svohljóðandi:
Með fyrirvara um þróun dómsúrlausna í framtíðinni ber við framkvæmd og beitingu
ákvæða bókana 1 til 4 og ákvæða í gerðum samsvarandi þeim sem skráðar [eru] í I.
og II. viðauka við samning þennan, að túlka þau í samræmi við úrskurði dómstóls
Evrópubandalaganna sem máli skipta og kveðnir hafa verið upp fyrir undirritunardag
EES-samningsins, þó að því tilskildu að ákvæðin séu efnislega samhljóða samsvar-
andi reglum stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu og stofnsáttmála Kola- og stál-
bandalags Evrópu og gerðum sem samþykktar hafa verið vegna beitingar þessara
tveggja sáttmála.
í dómi EFTA-dómstólsins í máli E-l/94 (Restamark),7 sem kveðinn var upp
16. desember 1994, reyndi á þýðingu fordæma EB-dómstólsins við túlkun ESE-
samningsins. I dóminum er það tekið fram að 1. mgr. 3. gr. ESE-samningsins
leggi ekki þá skyldu á herðar EFTA-dómstólnum að taka mið af dómafor-
dæmum EB-dómstólsins við skýringar á meginmáli þess samnings. Engu að
síður er á því byggt að taka beri mið af röksemdum sem fram hafa komið í úr-
lausnum EB-dómstólsins við skýringu á ákvæðum ESE-samningsins.
Samkvæmt þessu er við skýringu 34. gr. ESE-samningsins tekið mið af þeim
röksemdum sem fram hafa komið hjá EB-dómstólnum við skýringu á 177. gr.
Rómarsáttmálans.
Áður en vikið verður að frekari skýringum á 34. gr. ESE-samningsins er rétt
að benda á að úrræði það sem hér er fjallað um er frábrugðið 177. gr. Rómar-
sáttmálans í nokkrum mikilvægum atriðum. / fyrsta lagi felur 34. gr. aðeins í
sér heimild fyrir dómstól EFTA-ríkis til að leita eftir ráðgefandi áliti hjá EFTA-
dómstólnum. Dómstólum EFTA-ríkja er m.ö.o. aldrei skylt að leita eftir slíku
áliti. Aftur á móti gerir 3. mgr. 177. gr. Rómarsáttmálans ráð fyrir að dómstól
aðildarríkis sé skylt að leita forúrskurðar EB-dómstólsins ef um er að ræða
dómstól sem kveður upp dóma sem ekki er hægt að skjóta til æðra dóms. í
öðrum tilfellum er um að ræða heimild, sbr. 2. mgr. 177. gr. í öðru lagi eru álit
EFTA-dómstólsins aðeins ráðgefandi fyrir dómstól EFTA-ríkis, á meðan for-
úrskurðir EB-dómstólsins eru bindandi, hvort sem um hann er beðið á grund-
7 Dómurinn hefur ekki verið prentaður þegar þetta er ritað.
138