Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 26
legið niðurstöðu dómara til grundvallar. Dómari verður að byggja úrlausn sína
á hlutlægum sjónarmiðum og atriðum, sem komið hafa fram við meðferð máls-
ins. Hann má ekki láta stjómast af óviðkomandi atriðum, svo sem utanaðkom-
andi upplýsingum eða þrýstingi, sinni persónubundnu afstöðu til manna eða
málefna eða hvað almenningi kann að vera þóknanlegt. Þetta hefur verið orðað
með þeim hætti, að niðurstaða máls megi ekki í öllu verulegu ráðast af, hver sé
dómari málsins. Þessi huglæga athugun á því, hvort dómstóll telst óvilhallur, er
hliðstæð við það, sem nefnt hefur verið öryggissjónarmiðið og talið er liggja til
grundvallar réttarreglum um sérstakt hæfi dómara.
Það er ekki talið nægjanlegt, að huglægt mat leiði í ljós, að dómstóll sé óvil-
hallur, heldur verður hann einnig að hafa á sér það yfirbragð. Hin hlutlæga
athugun lýtur að því, hvort einhverjar aðstæður séu fyrir hendi, sem eru til þess
fallnar, að óhlutdrægni dómara verði dregin í efa út á við. Hér gæti til dæmis
komið til álita samsetning dómsins eða einhver atriði varðandi dómstólaskipan.
Þetta er aftur af sama meiði og traustssjónarmiðið, sem reglum um sérstakt
hæfi er ætlað að vernda.
Varðandi huglægu athugunina á skilyrðinu um, að dómstóll þurfi að vera óvil-
hallur, hefur verið lagt til grundvallar, að dómari sé óhlutdrægur, þar til annað
telst sannað. Hins vegar hafa ekki verið gerðar svo strangar kröfur varðandi
hlutlægu athugunina. Hvað hana varðar er nægjanlegt, að fyrir liggi aðstæður,
sem gefa tilefni til, að óhlutdrægni verði dregin í efa með skynsamlegum hætti.
Slfkt teldist andstætt 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, enda þótt
ekkert benti til þess að dómari væri í raun vilhallur.
4.3 Áhrif Mannréttindasáttmála Evrópu á reglur um sérstakt hæfi dómara
Ástæða er til að huga nánar að því, hvaða áhrif ætla má, að Mannréttindasátt-
máli Evrópu hafi á reglur réttarfars um sérstakt hæfi dómara.
Með aðild íslands að mannréttindasáttmálanum hefur íslenska ríkið skuld-
bundið sig að þjóðarétti til að haga löggjöf, stjóm- og dómsýslu sinni þannig,
að virt séu þau mannréttindi, sem sáttmálinn tryggir. Þá hefur íslenska ríkið
einnig viðurkennt, að Mannréttindanefnd Evrópu sé bær til að fjalla um kærur
frá einstaklingum, sem telja ríkið hafa brotið gegn sáttmálanum. Af því leiðir,
að lagaskyldur samkvæmt sáttmálanum eru ekki bundnar við önnur aðildarríki
sáttmálans, svo sem almennt er um þjóðréttarsamninga. Auk þessa hefur ís-
lenska ríkið lýst sig bundið af lögsögu Mannréttindadómstóls Evrópu, sem
leysir úr því, hvort aðildarríki hafi brotið gegn ákvæðum sáttmálans.
í því skyni að efna framangreindar þjóðréttarskuldbindingar, var mannrétt-
indasáttmálanum veitt lagagildi með lögum nr. 62/1994, svo sem áður getur. Þar
með em skilyrði 1. mgr. 6. gr. sáttmálans um, að dómstóll þurfí að vera sjálf-
stæður og óvilhallur, gildandi réttarheimild að landsrétti, sem liggur til gmndvall-
ar réttarregium um sérstakt hæfi dómara ásamt ákvæðum réttarfarslaga.
Til þess ber að líta, að mannréttindasáttmálinn hefur ekki síður haft gildi
vegna túlkunar Mannréttindanefndar- og Mannréttindadómstóls Evrópu á efnis-
130