Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 36
leyfi finnsku áfengisverslunarinnar væri andstætt 16. gr. EES-samningsins og ef svo væri, hvort ákvæðið væri nægilega skýrt og óskilyrt til að hafa bein réttar- áhrif og hvort hægt væri að líta svo á að einkaleyfi á innflutningi hefði verið afnumið frá 1. janúar 1994. Því var haldið fram af hálfu finnsku ríkisstjórnar- innar að í þessu fælist að EFTA-dómstóllinn væri spurður um túlkun á finnskum landsrétti. EES-samningurinn hefði verið lögleiddur í Finnlandi og spurningin lyti að því hvort frá og með gildistöku EES-laganna hefði þágildandi lögum um áfengisinnflutning verið vikið til hliðar og einkaleyfí finnsku áfengiseinka- sölunnar þar með verið afnumið. í dómi sínum vísaði EFTA-dómstóllinn til bókunar 35 við EES-samninginn. í þeirri bókun skuldbinda EFTA-ríkin sig til þess að setja í löggjöf sína ákvæði sem tryggja að EES-reglur gangi framar ákvæðum landsréttar sem kunna að vera andstæð þeim. Dómstóllinn skýrði þessa bókun svo að í henni fælist að ríki væri skylt að veita þeim EES-reglum, sem voru nægilega skýrar og óskilyrtar, forgang. Síðan segir í dóminum: While the Court cannot express itself on the interpretation of Finnish law, a matter which in this procedure of judicial cooperation is entirely for the national court, it is clear that the Tullilautakunta in the present case whishes to know whether Article 16 EEA fulfils the implicit criteria of Protocol 35 of being unconditional and precise. Niðurstaða dómsins var sú að ákvæði 16. gr. EES-samningsins væri nægilega skýrt og óskilyrt til að skylda ríkis samkvæmt bókun 35 ætti við hana. Þetta merkir í reynd að dómurinn taldi 16. gr. vera þannig úr garði gerða að fínnska ríkið væri skuldbundið samkvæmt bókun 35 til að tryggja henni forgangsáhrif fram yfír þau ákvæði landsréttar sem kynnu að vera andstæð henni. Rangt væri að túlka þennan dóm svo að EES-reglur hefðu bein réttaráhrifí þeim skilningi sem það hugtak er notað í EB-rétti. Með beinum réttaráhrifum í EB-rétti er átt við að einstaklingar og lögaðilar geti reist réttindi og skyldur á reglum sem settar eru af stofnunum ESB án milligöngu innlendra löggjaf- arstofnana einstakra aðildarríkja. Meðal skilyrða fyrir slíkum beinum réttar- áhrifum EB-reglna er að þær séu nægilega skýrar og óskilyrtar. Rétt eins og önnur ákvæði EES-samningsins hafði 16. gr hans verið lögleidd í Finnlandi. Álitaefnið var eingöngu það hvort reglan væri nægilega skýr og óskilyrt til þess að hún gæti haft forgangsáhrifí skilningi bókunar 35 við EES-samninginn. Við mat á því byggði EFTA-dómstóllinn á svipuðum sjónarmiðum og EB-dóm- stóllinn hefur gert við mat á því hvort reglur geti haft bein réttaráhrif í EB-rétti. í þessu sambandi er einnig rétt að nefna að EFTA-dómstóllinn verður ekki spurður að því beint hvort ákvæði landsréttar samræmist ákvæðum EES-réttar- ins. Til að svara slíkri spumingu hlyti dómstóllinn að þurfa að skýra ákvæði landsréttar. EFTA-dómstóllinn verður aðeins spurður um túlkun EES-reglna. Eftir að hann hefur svarað metur dómstóll aðildarríkis sjálfur hvort EES-reglan þannig skýrð samræmist ákvæðum landsréttar. I 2. mgr. 34. gr. ESE-samningsins er ennfremur gert ráð fyrir, að álitamál 140
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.