Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 32
c) málum sem EFTA-ríki höfðar gegn Eftirlitsstofnun EFTA vegna ákvörð- unar hennar, þar sem byggt er á vanhæfi, verulegum formgöllum, brotum gegn ESE-samningnum, EES-samningnum eða réttarreglum um beitingu þeirra eða valdníðslu (1. mgr. 36. gr.), d) málum sem höfðuð eru af EFTA-ríki gegn Eftirlitsstofnun EFTA vegna brota stofnunarinnar á ESE-samningnum eða ákvæðum EES-samningsins með því að láta hjá líða að taka ákvörðun (37. gr.) og e) málum sem höfðuð eru af Eftirlitsstofnun EFTA um skaðabætur (39. gr). Auk þess sem hér er nefnt er dómstólnum heimilt að gefa ráðgefandi álit. Um það eru fyrirmæli í 34. gr. ESE-samningsins, þar sem segir: EFTA-dómstóllinn hefur lögsögu til að gefa ráðgefandi álit varðandi túlkun á EES- samningnum. Komi upp álitamál í þessu sambandi fyrir dómstóli í EFTA-ríki, getur sá dómstóll eða réttur, ef hann álítur það nauðsynlegt til að geta kveðið upp dóm, farið fram á að EFTA-dómstóllinn gefi slíkt álit. EFTA-ríki getur í eigin löggjöf takmarkað rétt til að leita eftir slíku ráðgefandi áliti við dómstóla og rétti geti úrlausn þeirra ekki sætt málskoti samkvæmt landslögum. Með lögum urn öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um Evr- ópska efnahagssvæðið nr. 21/1994, er lögfest sérstök heimild til handa íslenskum dómstólum til að leita álits EFTA-dómstólsins. Er vikið nánar að þeim hér á eftir. Rétt er einnig á þessu stigi að benda á ákvæði 107. gr. EES-samningsins. Þar segir að í bókun 34 við EES-samninginn séu ákvæði sem gefa EFTA-ríki kost á að heimila dómstóli eða rétti í EFTA-ríki að biðja dómstól Evrópubandalaganna (EB-dómstóhnn) að ákveða túlkun EES-reglna. í 1. gr. bókunarinnar segir: Þegar vafi leikur á túlkun ákvæða í samningnum, sem að efni til eru eins og ákvæði í stofnsáttmálum Evrópubandalagsins, með áorðnum breytingum eða viðbótum, eða gerðum sem samþykktar hafa verið samkvæmt honum, í máli sem er fyrir dómstóli eða rétti í EFTA-ríki, getur dómstóllinn eða rétturinn, telji hann það nauðsynlegt, beðið dómstól Evrópubandalaganna að taka ákvörðun í slíku máli. í 107. gr. EES-samningsins og tilvitnaðri bókun felst sá möguleiki að dóm- stólar í EFTA-ríkjum geti leitað eftir forúrskurði EB-dómstólsins ef vafi kemur upp um túlkun á þeim reglum EES-samningsins sem eiga sér samsvörun í EB- rétti. Hvorki ísland né Noregur hafa nýtt sér þessa heimild. Þá nýttu þau riki sem nú hafa gengið í ESB sér ekki þessa heimild. Um forúrskurði er fjallað nánar í kafla 3. Aðdragandi ákvæðis 107. gr. EES-samningsins er sá að EFTA-ríkin óskuðu eftir því að settur yrði á stofn sameiginlegur EES-dómstóll, sem gæti kveðið upp úrskurði um túlkun á þeim reglum sem sameiginlegar væru fyrir allt efna- hagssvæðið, þ.e. á sameiginlegum markaði þeirra EFTA-rikja sem ættu aðild að EES-samningnum og Evrópusambandsrikja. Tillögu þar að lútandi var hafnað 136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.