Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 27
legu inntaki hans. Með lögfestingu sáttmálans eru einungis orð hans gildandi
lög, en lagatextinn er um sumt ákaflega knappur, meðal annars hvað varðar
skilyrðið um, að dómstóll sé sjálfstæður og óvilhallur. Því vaknar sú spuming,
hvaða þýðingu niðurstöður og túlkanir greindra stofnana Evrópuráðsins hafa að
landsrétti. í 2. gr. laga nr. 62/1994 segir, að úrlausnir Mannréttindanefndar
Evrópu, Mannréttindadómstóls Evrópu og ráðherranefndar Evrópuráðsins séu
ekki bindandi að íslenskum landsrétti. í athugasemdum við þetta lagaákvæði í
greinargerð frumvarps til laganna kemur fram, að ákvæðið sé til að árétta, að
þessar stofnanir geti sem fyrr eingöngu kveðið á um, hvort íslenska ríkið hafi
efnt þjóðréttarskuldbindingar sínar samkvæmt mannréttindasáttmálanum. Af
þessu leiði, að úrlausnir þessara stofnana hafi ekki bindandi áhrif að íslenskum
landsrétti. Þær geti þannig ekki haggað gildi íslenskrar löggjafar eða dómsúr-
lausnar.12 Samkvæmt þessum ummælum greinargerðar er því síður ástæða til að
ætla, að úrlausnir umræddra stofnana á hendur öðrum samningsríkjum hafi
áhrif að þessu leyti.
Þrátt fyrir 2. gr. laga nr. 62/1994 og framangreindar athugasemdir greinar-
gerðar, er óhætt að fullyrða, að úrlausnir Mannréttindanefndar- og Mannrétt-
indadómstóls Evrópu hafa þýðingu að landsrétti varðandi reglur réttarfars um
sérstakt hæfi dómara. Fyrir þessu eru fordæmi Hæstaréttar og er í stuttu máli
ástæða til að gera grein fyrir dómum þessum.
Hrd. 1990 2
Maður nokkur var með dómi sakadóms Árnessýslu sakfelldur fyrir refsiverða hátt-
semi. Hann áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar og krafðist ómerkingar héraðsdóms á
þeim grundvelli, að dómarafulltrúi, sem dæmdi málið, hefði verið vanhæfur. Var á því
byggt, að forstöðumaður viðkomandi héraðsdómstóls var jafnframt lögreglustjóri
sama umdæmis og þar með væri ekki tryggð óhlutdrægni dómstólsins. í dómi Hæsta-
réttar var rakið, að Mannréttindanefnd Evrópu hefði komist að þeirri niðurstöðu,
vegna kæru á hendur íslenska ríkinu í sambærilegu máli, að um væri að ræða brot
gegn 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, þar sem dómstóll gæti ekki verið
óvilhallur við þessar aðstæður. í málinu komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu, að
forstöðumaður héraðsdómstólsins og fulltrúi hans hefðu verið vanhæfír. Var niður-
staða þessi meðal annars byggð á því áliti Mannréttindanefndar Evrópu, að almennt
yrði ekki talin næg trygging fyrir óhlutdrægni í dómstörfum, þegar sami maður starfi
bæði að þeim og lögreglustjóm.
Hrd. 1990 92
Málavextir vom þeir, að héraðsdómari taldi sig vanhæfan til að dæma opinbert mál
höfðað til refsingar, þar sem hann hafði úrskurðað ákærða í gæsluvarðhald á grund-
velli þess að ætla mætti, að hann hefði gerst sekur um refsiverða hegðun og að brot
hans varðaði allt að tveggja ára fangelsi, sbr. 4. tl. 67. gr. eldri laga um meðferð opin-
berra mála.
12 Alþingistíðindi 1993-1994, A-deild, bls. 805.
131