Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 53
Geitlandi, en byggð er þó talin aflögð tiltölulega snemma, sennilega fyrir árið
1200.4 í Reykholtskirkjumáldaga, sem a.m.k. að hluta til er frá síðari hluta 12.
aldar, segir að til kirkjunnar í Reykholti liggi Geitland með skógi. í 17. aldar
uppskrift af Vilkinsmáldaga (1397) segir að kirkjan í Reykholti eigi Geitland
allt með skógi og sama er tekið fram í visitazíu Steingríms Jónssonar biskups
frá 31. júlí 1827. í landamerkjaskrá Geitlands frá 1898 segir að Geitland sé land
allt millum Geitár og Hvítár að undanteknu Torfabæli.5 Með afsali frá 27. maí
1926 afsalar dóms- og kirkjumálaráðherra „afréttarlandinu“ Geitlandi, eins og
það er þar nefnt, til Hálsahrepps. Er tekið fram, að landinu sé afsalað með öllum
gögnum og gæðum. Þó eru undanskildir námar í jörðu og vatnsafl allt, auk
„notkunaraðstöðu þess í landi jarðarinnar“, eins og það er orðað í afsalinu.6
Árið 1975 er þinglýst samningi um Geitland milli Reykholtsdals- og Hálsa-
hreppa annarsvegar en Landgræðslu ríkisins hinsvegar. Geitland var síðan
friðlýst 1988, sbr. auglýsingu menntamálaráðherra frá 3. júní það ár. Segir í
auglýsingunni, að samkvæmt tillögu hreppsnefnda Hálsahrepps og Reykholts-
dalshrepps hafi Náttúruvemdarráð ákveðið fyrir sitt leyti, að friðlýsa „afréttinn
Geitland, sem er eign fyrmefndra hreppa“, eins og segir þar orðrétt. Undir
rekstri málsins upplýstu oddvitar hreppanna ennfremur að Geitland væri ekki
nýtt að öðru leyti en því, að sveitarfélögin leigðu félaginu Langjökli hf. hluta
þess. Loks kom fram, að tilgreiningu í fasteignabók er þannig háttað, að Hálsa-
hreppur er talin eigandi 1/3 hluta Geitlands en Reykholtsdalshreppur eigandi að
2/3 hluturn. Ekki lá eða liggur hinsvegar fyrir, svo kunnugt sé, hvernig Reyk-
holtsdalshreppur varð meðeigandi Hálsahrepps eftir að síðarnefnda hreppnum
var afsalað Geitlandi 1926.
2.4 Niðurstaða héraðsdóms
í niðurstöðum héraðsdóms er vikið að tilgreindum heimildum og segir þar,
að af þeim megi ráða, að Geitland hafi verið numið og fljótlega eftir það komist
í eigu kirkjunnar, þó svo ekki liggi fyrir hvenær það hafí gerst. Síðan hafi
Geitland verið í eigu Reykholtskirkju þar til ráðherra afsalar því til Hálsahrepps
1926, á grundvelli laga nr. 50/1907 um sölu kirkjujarða. Ekki verði lögð nein
4 Sjá m.a. Landnámabók: íslenskfornrit I. bindi, fyrri hluti, Jakob Benediktsson sá um út-
gáfuna, Reykjavík 1968, bls. 77 og Harald Matthíasson: Landið og Landnáma, I. bindi,
Reykjavík 1982, bls. 111.
5 í endurriti úr landamerkjabók Borgarfjarðarsýslu segir, að landamerkjalýsing sé í samræmi
við lögfestur Þorsteins Helgasonar frá 1837 og Þórðar Þórðarsonar Jónassonar frá 1876 að
öðru leyti en því, að við sé bætt orðunum; „að undanteknu Torfabæli".
6 Um sambærilega tilgreingu er að ræða í fleiri afsölum frá sama tíma, þar sem ríkið er að
afsala sveitar- og upprekstrarfélögum og fleirum ýmsum landsvæðum, sem komist höfðu í
eigu rikisins, m.a. í gegn um kirkjur og kirkjustaði. Sjá t.d. afsal ráðherra Islands frá 5. júlí
1918, fyrir „afréttarlandinu Auðkúluheiði", sem svo er þar nefnt. Nánar um þetta atriði, Þor-
geir Örlygsson, sama rit, bls. 570-571.
157