Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 10
í huga íslenskra stjórnvalda var í upphafi nokkur vafi um það hvort rétt væri að heimila þessar veiðar eða banna þær með reglugerð. I álitsgerð sem ég afhenti ríkisstjórninni 9. ágúst 1993 var fjallað um lögmæti takmarkana á veiðum íslenskra ríkisborgara á úthafinu. í þeirri grein var fjallað um þær heimildir sem í rétti hafsins er að finna og lúta að fiskveiðum á úthafinu, því í sjálfu sér var það ekki dregið í efa að Smugan er úthafssvæði. Þar var það undirstrikað að það er skýr og ljós þjóðréttarregla að veiðar utan lögsögu ríkja, á úthafinu, eru heimilar og öllum frjálsar. Hefur reglan verið ein af hinum hefðbundnu grundvallarreglum hafréttarins. Er hún staðfest m.a. í 87. gr. og 116. gr. Hafréttarsáttmálans. Þetta er grundvallarreglan og er óumdeild. Við notkun þessa frelsis þarf eðlilega síðan að hafa nokkur sjónarmið í huga, fyrst og fremst þau að gerðar séu ráðstafanir við slíkar veiðar af hálfu fiskveiði- ríkisins eða í samvinnu við önnur ríki, sem nauðsynlegar kunna að vera til að vernda hinar lífrænu auðlindir úthafsins, eins og það er orðað í 117. gr. Jafn- framt segir í 118. gr. að ríki skuli starfa hvert með öðru að verndun og stjómun lífrænna auðlinda á úthafssvæðum. Skulu þau m.a. hefja samningaviðræður með það í hug að gera nauðsynlegar ráðstafanir til verndunar hinna lífrænu auðlinda sem um ræðir. Þessi ákvæði gilda öll fyrir aðila að Hafréttarsamningnum, en einnig aðra. Meginreglan um fullt fiskveiðifrelsi er hefðbundin þjóðréttarregla og gildir hér óskorað. Þar að auki hefur ekkert komið fram um að stofnar þorsks í Barents- hafi séu í hættu og vemdar verðir. Þvert á móti er þar óvenju mikil fiskigegnd og því væntanlega ekki forsenda fyrir verndargerðum samkvæmt ákvæðum sáttmálans. Af þessum sökum var ljóst að enginn alþjóðlegur lagagrunnur var fyrir hendi til þess að banna íslenskum skipum 1993 að hefja veiðar utan 200 sjómflnanna á alþjóðlegum hafsvæðum. Eg hygg að það sé ótvírætt að þau sjónarmið sem hér koma fram séu í fullu gildi í dag og það er athyglisvert að Norðmenn bera nú ekki lengur brigð á fulla heimild íslenskra skipa til að veiða á hinu alþjóðlega hafsvæði í Smugunni. Því má þó ekki gleyma í þessu sambandi, að þær veiðar verða að vera í samræmi við ákvæði Hafréttarsáttmálans og þá fyrst og fremst þau ákvæði 117. gr. að öllum ríkjum beri skylda til að gera ráðstafanir vegna rfldsborgara sinna sem nauðsynlegar kunna að vera til vemdunar hinna lífrænu auðlinda úthafsins, eins og það er orðað. Sú lagaskylda hvflir því á íslenskum stjómvöldum að gæta þess að íslensk skip stundi ekki ofveiði eða rányrkju í Smugunni og gæti þar í raun sömu fisk- verndarreglna og við veiðar hér við land. 3. ÚTHAFSVEIÐIRÁÐSTEFNA S.Þ. Réttarstaða á Smugusvæðinu er því að mínu mati ljós eins og hér hefur verið lýst. Á það er þó rétt að benda í þessu sambandi að nú stendur yfir Úthafs- veiðiráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem ljúka mun í ágúst á næsta ári. Á þeirri 114
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.