Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 58
nú glataður. Virðist Hæstiréttur heldur ekki líta fyrst og fremst til þeirrar „eyðu“, heldur öðru fremur hins, að í elstu heimild um eignarhald Reykholts- kirkju á Geitlandi, Reykholtsmáldaga frá ofanverðri tólftu öld, er tekið fram að skógur fylgi, eða eins og segir orðrétt: „geitland meþ scoge“.'6 Með réttu telur Hæstiréttur það einkennilegt að tilgreina þurfi að skógur fylgi beinu eignarlandi og telur því slíkan vafa vera á því að eignarhald kirkjunnar hafi verið með þeim hætti, að ekki er fallist á að leggja slrkt til grundvallar. Samt sem áður er það svo, að þeirri forsendu gefinni, að Geitland hafi verið eignarland í beinni merk- ingu í öndverðu, þá má hugleiða fleiri skýringarkosti en þann að tilvitnuð tilgreining máldagans vísi til þess að eignarhald kirkjunnar hafi eingöngu verið með takmörkuðum hætti. I fyrsta lagi er ástæða til að víkja að því að eignarréttarleg aðgreining eða af- mörkun í kirkjumáldögum og lögfestum almennt, er víða með þeim hætti að ekkert ákveðið verður ráðið þar af um þá eignarréttarlegu greiningu sem menn stunda nú á ofanverðri tuttugustu öld. Má leiða líkur að því að í mörgum til- vikum hafi eignarréttarleg aðgreining þeirrar gerðar verið óþekkt þeim aðilum sem skráðu umrædd fasteignarréttindi, en þeir fyrst og fremst litið til þeirrar nýtingar sem möguleg og arðvænleg var. Skráningu á ýmsum fasteignarréttind- um og tilfærslu þeirra eftir lok landnáms verður því að skoða í því ljósi. Sé hinsvegar litið sérstaklega til tilgreiningar á fasteignarréttindum Reykholts- kirkju í máldögum, frá og með elsta þekkta máldaga kirkjunnar frá 12. öld, má þó sjá nokkuð skýra afmörkun, eftir því hvort um eiginlegar fasteignir er að ræða eða ítök. Þessi aðgreining verður skýrari í Vilkinsmáldaga, sem talinn er vera frá 1397.17 Þar er fyrst tilgreint heimaland, síðan þær jarðir er kirkjan á og í beinu framhaldi af því „geitland alltt med skogi“, eins og það er þá tilgreint og upp frá því. Þar á eftir er gerð grein fyrir hinum ýmsu fasteignarréttindum kirkjunnar, sem sum hver a.m.k. eru hrein og klár ítök. Þannig segir m.a. að Reykholtskirkja eigi svokallaðan Pétursskóg í Norðurárdal, torfskurð í Steinþórsstaðajörð, beit í Faxadal, selför í „kior“ með skógi, afrétt á Hrúta- fjarðarheiði og fleira. Um eignarhaldið á Hrútafjarðarheiði verður ekkert fullyrt út frá þessari tilgreiningu, en um önnur þau tilvik sem hér hefur verið gerð grein fyrir er ljóst að þar eru tilgreind ítök kirkjunnar, eftir atvikum í eignarlandi annarra. Velta má þá fyrir sér, ef talið verður að Reykholtskirkja hafi einungis átt óbeinar eignarheimildir að Geitlandi, af hverju þau réttindi voru þá ekki skráð með öðrum hætti í máldagana, sbr. það sem segir um önnur ítök kirkj- unnar hér að framan. Undir slíkum kringumstæðum hefði mátt hugsa sér að Reykholtskirkja hefði verið sögð eiga eftir atvikum skóg í Geitlandi, selför í Geitlandi eða jafnvel afrétt í Geitlandi, en eins og þegar hefur komið fram telja menn byggð í Geitlandi aflagða fyrir tíma elstu þekktu skráningu máldaga 16 íslenskt fombréfasaftr. I. bindi, Kaupmannahöfn 1857-1876, bls. 279-280. 17 íslenskt fornbréfasafn: IV. bindi, Kaupmannahöfn 1897, bls. 119-120. 162
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.