Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Blaðsíða 67
námshluta (1.-3. námsár), en nám í 4. hluta (4.-5. námsár) er valfrjálst. Skulu
laganemar í 4. hluta samkvæmt hinum nýju reglum Ijúka prófi í níu kjörgrein-
um og skila ritgerð að auki eða ljúka öðru sambærilegu lokaverkefni. Sam-
kvæmt eldri reglum skiptist laganám í þrjá hluta, þar sem kenndar voru
skyldugreinar í 1. og 2. hluta (1.-4. námsár), en námi í 3. hluta (5. námsár) var
þannig háttað, að á haustmisseri luku stúdentar prófi í tveimur kjörgreinum, en
skrifuðu kandídatsritgerð á haustönn. Þeir laganemar, sem stunda nám á 3. hluta
laganáms háskólaárið 1994-1995 verða þeir fyrstu, sem útskrifast frá lagadeild
samkvæmt hinum nýju reglum.
Lagadeild setti á árinu 1994 í samræmi við ákvæði 7. mgr. 87. gr. reglugerðar
nr. 98/1993 reglur um kjömám stúdenta í lagadeild í 4. námshluta, og eru
reglurnar birtar í heild sinni í bæklingi, sem lagadeild gaf út og ber heitið „Val
kjörgreina í fjórða hluta laganáms“. í 2. gr. þeirra reglna segir, að fyrir hver
áramót skuli lagadeild ákveða a.m.k. 18 kjörgreinar til kennslu á einstökum
missemm á næstu tveimur háskólaárum. Á deildarfundi 15. desember 1994
samþykkti lagadeild að bjóða upp á kennslu í 43 kjörgreinum í 4. hluta.
Vali laganema á kjörgreinum fyrir háskólaárin 1995-1997 er nú lokið. Sam-
kvæmt því vali verða kenndar 15 kjörgreinar á haustmisseri 1995, 11 kjör-
greinar á vormisseri 1996 og 13 kjörgreinar á haustmisseri 1996. Til saman-
burðar skal þess getið, að háskólaárið 1994-1995 voru kenndar 9 kjörgreinar í
3. hluta laganáms samkvæmt eldri reglugerð. Er augljóst, að hinar nýju reglur
auka mjög á fjölbreytni náms við lagadeild og gera stúdentum kleift að sérhæfa
sig meira en áður var. Hinar nýju reglur um skipan laganáms verða nánar kynnt-
ar í Tímariti lögfræðinga. Þá verður jafnframt gerð grein fyrir þeim kjör-
greinum, sem í boði eru næstu tvö háskólaárin (1995-1997) og möguleikum
kandídata í lögfræði til þess að stunda nám í þeim greinum.
Hinar nýju reglur um skipan laganáms kalla á auknar fjárveitingar til laga-
deildar svo að deildinni verði kleift að sinna skyldum sínum við laganema sam-
kvæmt reglugerðinni, en fjárveitingar til lagadeildar hafa lítið aukist á undan-
förnum árum þrátt fyrir síaukinn nemendafjölda við deildina. Er nú svo komið,
að lagadeild á lengst í land allra deilda við háskólann að ná því marki, að
fjárveitingar til hennar séu í samræmi við erlenda viðmiðunarstaðla.
Þá var sú breyting gerð á árinu 1994 á reglum um skipan laganáms, að heim-
ilt er að stunda nám til doktorsprófs í lögfræði. Setti lagadeild reglur um dokt-
orsnámið á deildarfundi hinn 14. nóvember 1994.
4. NORDPLUS OG ERASMUS STYRKJAKERFI - STÚDENTASKIPTI
Síðastliðin tvö ár hafa nemendur lagadeildar átt þess kost að stunda nám sitt
í kjörgreinunum við erlenda háskóla og hlotið til þess styrki frá NORDPLUS
og ERASMUS styrkjakerfunum. Þetta fyrirkomulag hefur mælst vel fyrir, og
hefur sókn nemenda í að stunda hluta námsins erlendis stöðugt farið vaxandi.
Lagadeild samþykkti á fundi sínum 15. desember 1994 að stofna til sérstaks
námskeiðs fyrir erlenda stúdenta við lagadeild á ERASMUMS og NORDPLUS
171