Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Side 11

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Side 11
ráðstefnu er unnið að gerð alþjóðasamnings um vemdun og stjórnun flökku- stofna og mikilla fartegunda á úthafinu á aðlæga beltinu utan efnahagslög- sögunnar. Kjami þeirra tillagna sem þar liggja fyrir er sá að þau ríki sem hagsmuna eiga að gæta á þeim miðum komi sér saman um stjómun veiðanna þar, þar á meðal um kvóta og aðrar ráðstafanir sem nauðsynlegar kunna að reynast til þess að koma í veg fyrir ofveiði úr fiskistofnunum. Ef slíkur úthafsveiðisamningur tekur gildi mun hann hafa áhrif á réttarstöðuna eins og hún er í dag en á þessari stundu er ekki tímabært að orðlengja hvert muni ná- kvæmlega verða inntak hinna nýju réttarreglna sem þessi misserin em í mótun. Það er þó full ástæða til þess að minna á að ísland hefur verið í hópi þeirra sjö strandríkja sem forystu hafa haft um mótun hinna nýju réttarreglna og í engu breytt stefnu sinni hvað varðar hagsmuni strandrrkja og verndun fiskistofna þótt að því hafi verið látið liggja af hálfu Norðmanna vegna veiða okkar á úthafinu. 4. SVALBARÐASAMNINGURINN Þá skal vikið að hinu meginágreiningsefninu, réttarstöðu Svalbarðasvæðisins. Þar horfa mál um margt öðra vísi við og segja má að þar sé staðan jafn óglögg og hún er ótvíræð á úthafinu í Smugunni. Fram til þess að Svalbarðasamningurinn var gerður 1920 var réttarstaða Svalbarðaeyjaklasans sú að hann var einskis manns land eða terra nullius. Meðal þeirra deilna sem ræddar vom á friðarráðstefnunni í Versölum eftir lok heimstyrjaldarinnar fyrri var langvarandi togstreita um yfirráð yfír Svalbarða. í framhaldi af friðarsamningnum var samningur um Svalbarða gerður 9. febrúar 1920. Upphafleg aðildarríki voru Noregur, Bandaríkin, Danmörk, Frakkland, Ítalía, Japan, Holland, Bretland og Sviþjóð. Fleiri ríki gerðust aðilar að samn- ingnum í kjölfarið og em aðildarríki nú 41. ísland gerðist aðili í maí 1994. Samningurinn um Svalbarða hefur að markmiði uppbyggingu eyjaklasans og friðsamlega nýtingu hans. Samningurinn kveður á um yfirráð Norðmanna yfír eyjaklasanum, en frá þeirri meginreglu em mikilvægar undantekningar. Ríkis- borgarar aðildarríkjanna og skip þeirra eiga sama rétt og Norðmenn til veiða, á sjó og landi, en Norðmönnum er heimilt að grípa til verndaraðgerða, sem þó verða að koma jafnt niður á borgumm aðildarríkjanna. Þá er ríkisborgurum allra aðildarríkja heimil atvinnustarfsemi á Svalbarða og nýting auðlinda, þar á með- al námuvinnsla. í samningnum er lagt bann við herstöðvum á eyjunum og skatt- lögsaga Norðmanna er mjög takmörkuð. I stuttu máli má segja að markmiðið með gerð Svalbarðasamningsins hafi verið þríþætt. í fyrsta lagi þótti nauðsynlegt að fela einu ríki yfirráð á eyjunum svo þær teld- ust ekki lengur terra nullius og Noregur varð fyrir valinu vegna nálægðar sinnar. I því fólst þó ekki það að veita Noregi einhvem efnahagslegan ávinning með hinni nýju skipan mála. Þvert á móti var það annað markmið samningsins að tryggja þann rétt annarra ríkja til auðlindanýtingar á eyjunum sem þau höfðu 115

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.