Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Qupperneq 13

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Qupperneq 13
rekur annan.26 Svipaðar hugmyndir koma líka fram hjá kristnum mönnum eins og birtist í boðorðinu „elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig“. Bræðralagshugsunin á sjálfsagt líka rætur að rekja til þess að tengsl við aðrar þjóðir urðu nánari. Rómverjar réðu yfir mörgum ólíkum þjóðum sem þeir höfðu sigrað í hernaði. Þeir áttu einnig víða í verslunarviðskiptum og þar kom að það gekk ekki lengur að setja alla „barbara“ undir sama hatt. Það varð nauðsynlegt að fara að beita innsæi á aðstæður. Þessar aðstæður kölluðu á lög sem næðu til útlendinga. Mennskan var sett í öndvegi. Kenningar Stóumanna höfðu mikil áhrif á Rómarréttinn og á kristnina. Kenn- ing Stóumanna um náttúrurétt er á þá leið að mannkynið sé einskonar heims- samfélag eða kosmopólis. Það er heimssamfélag vegna eðlis manna, sem öllum er sameiginlegt. Tjáskiptaformið eru lögin. Þar sem Guð er höfundurinn eru þau eilíf og óumbreytanleg.27 Það er einmitt á sviði lögfræðinnar sem fyrsta ávöxt náttúruréttar er að finna, í Lögbók Jústiníanusar,28 Corpus iuris civilis. Þessi lögbók hafði gífurleg áhrif á löggjöf síðari tíma. Hér var um einskonar alheimslög að ræða þótt gildi þeirra væri ekki sótt í alþjóðasáttmála. Þau voru alheimslög bæði í þeim skiln- ingi að þau tóku ekki aðeins til Rómverja og ekki aðeins til útvaldra manna heldur til allra þeirra þjóða er Rómverjar höfðu hertekið eða áttu viðskipti við og til allra manna. Jus gentium, lög þjóðanna, var lagabálkur sem var í sam- ræmi við lög allra þjóða, og dugði þess vegna í samskiptum einstaklinga af ólíku þjóðerni. Grundvöllur hans var náttúruréttur sem leiddi af eðli mannsins, og á honum voru öll sett lög byggð. Viðmiðunarreglur voru til dærnis „morð er rangf ‘ og „greiða skal skuldir“.29 Gildi þeirra, það að þau væru bindandi lög, grundvallaðist ekki á veraldlegu valdi, heldur áttu menn af skynsemi sinni að hlíta þeim, vegna þeirrar virðingar sem lögunum ber, vegna innra verðmætis laganna.30 Hjá Jústiníanusi er lögð mikil áhersla á heimspeki laganna, á satt og rétt, gott og illt. Lögin höfðu ákveðinn tilgang sem tengdist þessum gæðum. Hlutverk lögfræðinga var að framfylgja þessum tilgangi með því að vera „boðberar rétt- lætisins“. En þetta var r raun aðeins hugsýn því að rómverskir lögfræðingar mættu ekki þessum væntingum löggjafans. Þeir munu hafa verið sérlega óheim- spekilegir í hugsun og því haft lítinn áhuga á vangaveltum um eðli réttlætis og 26 Sjá Hierokles hjá Stobaiosi IV, 671-673. 27 d'Entréves, sama rit, bls. 25. 28 Flavíus Antícíus Jústiníanus (483-565) varð keisari í Rómaríki árið 527. Hann lét taka saman lögbækur og gefa út. 29 S.I. Benn & R.S. Peters, Social Principles and the Democratic State, London 1959, 9. útg. 1973, bls. 66. 30 d'Entréves, sama rit, bls. 22-25 og 35. 255
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.