Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 17
herjamefnd um þær deilur og málaferli sem verklagsreglur vátryggingafé- laganna höfðu skapað. Samband íslenskra tryggingafélaga sendi umsagnir, athugasemdir og bréf, alls 21 síðu til allsherjarnefndar. Þau tilskrif skera sig úr umsögnum annarra á þann hátt að engin tilraun er gerð til að rökstyðja þau sjónarmið sem sett eru fram eða fjalla málefnalega um frumvarpið. Tilgangurinn virtist vera að sverta þá sem hafa efasemdir um ágæti fmm- varpsins, flokka slasaða eftir því hvort áverkar þeirra em „raunverulegir“ eða ekki og slá fram órökstuddum fullyrðingum frekar en upplýsa staðreyndir eða heimildir. Skulu hér rakin dæmi um það. Beiðni allsherjamefndar til S.I.T. um að upplýst verði um áhrif frumvarps á tjónakostnað/iðgjöld félaga var ekki svarað, væri „málið illvinnanlegt", eins og fram kemur í bréfi S.Í.T. til allsherjarnefndar dags. 20. apríl 1993. Tekið fram að lögin muni fækka „tilefnislausum bótakröfum“ og samkvæmt „nýlegum upplýsingum frá dönskum systursamtökum S.Í.T. bætist einungis u.þ.b. 15% af öllum slysakröfum með skaðabótum vegna varanlegrar örorku“. Hinn 4. mars sendir S.Í.T. allsherjamefnd einhvers konar fundargerð aðal- fundar sambandsins. Fyrirsögnin er „íslenskur skaðabótaréttur er úreldur og stuðlar að vátryggingasvikum. Sérfræðingar græða. Neytendur borga brúsann“. Tvívegis, fyrst 24. mars 1993, sendi Samband íslenskra tryggingafélaga samantekt um sjónarmið íslenskra lækna sem birst hafa í „fræðiritum og víðar“ eins og þar stendur en sjónarmiða lækna sem eru á annarri skoðun er ekki getið. Þar eru í 8 liðum rakin sjónarmið þess efnis að hálshnykkur leiði yfirleitt ekki til varanlegrar örorku og gefið í skyn að annarleg sjónarmið ráði gerðum þeirra sem ekki eru sammála skoðunum Sambands íslenskra tryggingafélaga og „þeirra“ lækna. I samantektinni frá 24. mars segir á bls. 3: „Sýnir sú samantekt glögglega að frá sjónarhóli sérfróðra og óvilhallra lækna, sem ekki eiga fjárhagslegra hags- muna að gæta, er ríkjandi ástand með öllu óþolandi“. A bls. 4 segir: „Það er tímabært að þingmenn hugleiði, hverjir það eru, sem hafi hagsmuni af því að viðhalda þeim úrelta skaðabótarétti, sem íslendingar búa við“. Allar fyrrnefndar aðdróttanir eru órökstuddar hvort sem þeim er beint að læknum, lögmönnum eða hinum slösuðu en aðferðin er gamalkunnug. Ekki er að sjá í nefndaráliti eða öðrum gögnum frá Alþingi að fjallað hafið verið um aðsendar umsagnir og athugasemdir í nefndinni en athygli vekur að samkvæmt nefndaráliti voru ekki aðrir en fulltrúar Sambands íslenskra trygg- ingafélaga og höfundur laganna boðaðir á fund nefndarinnar. Lagði nefndin til að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt. Fátt nýtt kom fram í umræðum á Alþingi en nokkrir þingmenn létu í ljós efasemdir um ágæti frumvarpsins. Páll Pétursson sagði m.a. þetta við fyrstu umræðu. „Þegar ég blaða í frum- varpinu sýnist mér satt að segja að það sé samið af tryggingafélögunum. Mér 185
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.