Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 9
Við eftirgrennslan kom í ljós að hinn 1. nóvember höfðu félögin kynnt starfs-
mönnum sínum verklagsreglur, útgefnar af Sambandi íslenskra tryggingafé-
laga, reglur sem gengu þvert á gildandi íslenskan rétt.
Reglur þessar leiddu til mikilla málaferla á hendur félögunum og lauk nær
öllum þessum málum á þann hátt sem sjá mátti fyrir.
Dómstólar, oft á endanum Hæstiréttur, dæmdu skaðabætur samkvæmt gild-
andi rétti en ekki samkvæmt verklagsreglunum.
Félögin náðu þó nokkrum árangri með þessu samráði sínu:
1. Einhver hópur slasaðra, hugsanlega nokkur hundruð manns, gerði upp á
grundvelli verklagsreglnanna, því miður flestir með aðstoð lögmanna.
2. I fyrstu dómsmálunum gerðu lögmenn almennt ekki athugasemdir við upp-
ástungu lögmanna vátryggingafélaganna um matsmenn. Þegar þær mats-
gerðir voru lagðar fram í málunum kom í ljós að í þeim var örorka hins slas-
aða nær undantekningarlaust metin lægri en í frummatinu. Matsmenn, og þá
fyrst og fremst læknarnir, virtust hafa aðrar hugmyndir um afleiðingar til-
tekinna áverka á líkama fólks en almennt höfðu gilt hjá þeim læknum sem
áður höfðu metið örorku fólks.
Þegar þetta varð ljóst höfnuðu margir lögmenn, þ.á m. greinarhöfundur, þess-
um tilnefningum félaganna. Komu þá aðrir læknar að málunum og meira sam-
ræmi varð milli mats dómkvadds matsmanns og frummatsins.
Þessi málaferli, matskostnaður, málskostnaður lögmanna beggja aðila, drátt-
arvextir á skaðabæturnar og fleira kostuðu félögin óhemju fjármuni, einkum
stóru félögin tvö, Vátryggingafélag Islands hf. og Sjóvá-Almennar tryggingar
hf., en hin félögin beittu verklagsreglunum af meiri skynsemi og sættu flest ef
ekki öll málin.
Verklagsreglurnar voru tilraun Sambands íslenskra vátryggingafélaga til að
beita afli í viðskiptum við dreifðan, ósamstæðan og oft illa staddan hóp ein-
staklinga sem höfðu orðið fyrir líkamstjóni.
Enginn opinber aðili, stéttarfélög, neytendasamtök eða kjörnir fulltrúar al-
mennings lyfti litlafingri til að veita hinum slösuðu liðsinni og hindra þetta
samráð um ólögmætar aðgerðir. Lögmenn og dómstóla þurfti til.
5. FYRRA FRUMVARPIÐ
5.1 Gerð frumvarpsins
Dómsmálaráðherra brást fljótt við fyrrnefndri málaleitan Sambands íslenskra
tryggingafélaga um frumvarp til skaðabótalaga því að í ársbyrjun 1992 var
frumvarpið lagt fram á Alþingi á 115. löggjafarþingi 1991-1992.
í athugasemdum með frumvarpinu á bls. 7 kemur fram að það sé samið að
tilhlutan dómsmálaráðherra. Þar segir einnig að Arnljótur Björnsson, þá pró-
177