Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 48
Er hér gert ráð fyrir því að foreldrar semji um það hvernig umgengni skuli hagað en dómsmálaráðuneytið getur þar gripið inn í telji það ástæðu til. í 3. mgr. 40. gr. er kveðið á um úrræði forsjárlauss foreldris til að knýja fram umgengni og hefur dómsmálaráðuneytið þar heimild til að setja á dagsektir til að látið verði af tálmunum. í 37. gr. núgildandi barnalaga nr. 20/1992 er barni tryggður sami réttur til umgengni við forsjárlaust foreldri og í eldri lögum. í 2. mgr. 37. gr. segir að séu foreldrar sammála um hvemig skipa skuli um- gengnisrétti skuli eftir því farið nenta sú skipan komi í bága við hag og þarfir barnsins að mati sýslumanns. Hér hefur eftirlitið verið fært frá dómsmálaráðuneytinu til sýslumanna. Ber sýslumönnum því í dag að kanna það sérstaklega þegar samningar um um- gengni koma til þeirra til staðfestingar hvort samningurinn brjóti í bága við hag og þarfir barnsins. Felst þetta m.a. í orðalagi 3. mgr. 37. gr. sem segir að sýslu- maður geti hafnað því að ákvarða inntak umgengnisréttar og getur einnig breytt eða fellt úr gildi úrskurð eða samning foreldra um umgengni ef slík úrlausn þykir barni fyrir bestu. Ljóst er að með fyrrgreindum lagaákvæðum hefur sýslumaður lögbundna skyldu að kanna hvort samningur um umgengni fari í bága við þarfir barna eða ekki áður en hann staðfestir hann. 2. 37. GR. BARNALAGA NR. 20/1992 í 1. mgr. 37. gr. bamalaga nr. 20/1992 segir að barn eigi rétt á umgengni við það foreldri sitt sem ekki fer með forsjá þess og gagnkvæmt. Foreldri er hins vegar skylt að rækja umgengni og samneyti við barn sitt og hlíta nánari skil- málum er að því lúta. Eins og að ofan segir er skýrt kveðið á um rétt barna á umgengni við forsjár- laust foreldri og er barninu tryggður sá réttur með því að löggjafinn hefur ann- ars vegar viðurkennt að samningar foreldra séu nægjanlegir til að tryggja um- gengni svo og úrskurðir yfirvalda nái foreldrar ekki að semja um umgengni sín í millum. I báðum tilvikum er sýslumanni gert skylt að kanna þarfir og hagi barnsins þegar krafa eða samningur um umgengni kemur til sýslumanns til úrlausnar eða staðfestingar. I 2. mgr. 37. gr. er gert ráð fyrir því að foreldrar geti verið sammála um hvernig umgengni skuli skipað og skuli eftir því fara nema í bága fari við hag og þarfir barnsins að mati sýslumanns. Hér er gert ráð fyrir því að sýslumaður grípi inn í sjái hann meinbugi á samn- ingi foreldra og úrskurði þá um inntak umgengninnar telji hann þörf á að breyta samningi foreldra. Má þá líta svo á að telji sýslumaður ekki meinbugi á samningi foreldra að hann leggi blessun sína yfir hann og viðurkenni að samningurinn sé eins og sýslumaður hefði úrskurðað hefði deila um umgengni verið borin undir hann. 216
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.