Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 22
hlut eiga að máli, geti haft réttmæta ástæðu til að ætla að svo geti verið. Þá ber einnig að hafa í huga, að í matsgerðum örorkunefndar verður iðulega fjallað um mikla fjár- hagslega hagsmuni og oft mun mat ráða miklu um niðurstöðu. Við skýringu ákvæð- anna ber einnig að líta til þess, að ekki liggur neitt fýrir um það í gögnum málsins, að vandkvæði hafi verið á því að ftnna hæfa lækna til setu í nefndinni. Á bls. 13-14 heldur umboðsmaður áfram og fjallar um störf Brynjólfs Mog- ensen hjá VÍS hf. Fallast verður á það með lögmönnum þeim, sem hafa borið fram kvörtun þessa, að við þessar aðstæður haft hæfi manna, sem á nefndum tíma höfðu starfað að sams konar málum og koma til kasta örorkunefndar, verið brýnt athugunarefni, þegar skipað var í örorkunefnd. Nú, tæpum 5 árum eftir þessa umdeildu skipan dómsmálaráðherra, er hægt að skoða málið í dálítið öðru ljósi. Nú liggur fyrir nokkur reynsla af störfum ör- orkunefndar. En fyrst þarf enn að hyggja að forsögu þessa máls. 7.5 Skiptar skoðanir um mat á örorku Óánægja Sambands íslenskra tryggingafélaga með íslenskan skaðabótarétt fyrir skaðabótalög beindist ekki aðeins að læknisfræðilegu örorkumati sem grundvelli ákvörðunar um fjárhæð skaðabóta. Hún beindist líka að tilteknum meiðslum, einkum bakmeiðslum og hálshnykkjum og hvernig afleiðingar þessara meiðsla voru metnar til örorku af læknum Tryggingastofnunar ríkisins og öðrum læknum sem þá mátu helst örorku. Nefna skal nokkur dæmi þessu til sönnunar. í Morgunblaðinu 29. apríl 1995 segir framkvæmdastjóri Sambands íslenskra vátryggingafélaga þetta: Athyglisvert er, að á sama tíma sem nokkrir læknar útdeildu matsgerðum um minni getu til tekjuöflunar til frambúðar, voru ýmsir aðrir sérfræðingar í læknastétt hér á landi að setja fram í fræðiritum og víðar sjónarmið sín varðandi hálshnykksáverka og afleiðingar þeirra. í viðtali við framkvæmdastjórann í Morgunblaðinu 13. september s.á. segir: Sigmar segir að fleira renni stoðum undir að hin læknisfræðilegu möt sem hér hafa verið lögð til grundvallar við tjónauppgjör áratugum saman hafi verið meingölluð. Eftir að deilan út af verklagsreglum tryggingafélaganna fór af stað hafi menn farið meira í saumana á hinum læknisfræðilegu örorkumötum. í flestum ágreiningsmálum hafi verið dómkvaddir matsmenn til að yfirfara hið læknisfræðilega örorkumat. Þess- ir dómkvöddu matsmenn hafi oft verið tveir læknar eða læknir og lagaprófessor. í flestum tilvikum hefur læknisfræðilega örorkan verið færð verulega niður.... Það segir okkur auðvitað að þessi læknisfræðilegi kvarði, sem hefur verið hér við lýði áratugum saman var handónýtur. 190
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.