Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 33
þessum sökum þarf oft að leita álits dómkvaddra matsmanna á varanlegri örorku slasaðs fólks. Það er bæði mjög dýrt og seinlegt. 6. Rökstuðningur örorkunefndar fyrir niðurstöðu sinni er oft ákaflega lítill og stundum enginn. Algengt er að hann sé ekki annað en „Að öllum gögnum virtum telur nefndin....“. „Örorkunefnd telur að afleiðingar umferðarslyss- ins séu meðverkandi ástæða þess að tjónþoli hefur orðið að hætta vinnu fyrr en ella hefði verið“. Þetta og lágt mat nefndarinnar bæði á miska og örorku hefur einnig gert það að verkum að leita hefur þurft til dómkvaddra matsmanna til að meta örorku hins slasaða. I þeim málum sem greinarhöfundur þekkir til hefur niðurstaða þeirra und- antekningarlaust orðið hærri en örorkunefndar og dómstólar byggt á því mati. Um örorkunefnd hefur því ekki skapast eining og mun ekki verða. Merkilegt er að sjá hversu sannspár Jón Erlingur Þorláksson reyndist um nefndina og lMega reynslu af störfum hennar í umsögn sinni til allsherjar- nefndar Alþingis en umsögnin er rakin í kafla 6.4 hér að framan. 11. ALMENNT UM LÖGIN OG FRAMKVÆMD ÞEIRRA 11.1 Inngangur Eins og rakið hefur verið hér að framan fór ýmislegt úrskeiðis við setningu skaðabótalaga. Það er reyndar ekkert undarlegt þegar haft er í huga hversu mikil fljótaskrift var á undirbúningi og gerð frumvarpsins. Danir og Norðmenn eyddu mörgum árum í að undirbúa skaðabótalög sín og þau voru undirbúin í fjölskipuðum nefndum þar sem margir aðilar með ólíkar skoðanir komu að starfi og álits fjölmargra annarra var leitað. Islendingar fá einn mann til að vinna þetta vandasama verk á einhverjum mánuðum. Og við köstum umhugsunarlaust út í veður og vind nokkurra áratuga réttarframkvæmd sem margir lögfræðingar höfðu komið að í stað þess að skoða hvort ekki væri hægt að finna þar eitthvað nýtilegt. Þá er áberandi þegar umsagnir um frumvarpið eru skoðaðar núna að ákaflega fáir höfðu kynnt sér málið til einhverrar hlítar. Helst Jón Erlingur Þorláksson tryggingastærðfræðingur og laganefnd L.M.F.I. Umsögn Dómarafélags Islands um fyrra frumvarpið lýkur t.d. svo: Stjórnin telur frumvarpið sérlega vandað að allri gerð og unnið af þeirri bestu þekkingu sem völ er á. Þær réttarbætur sem í frumvarpinu felast em löngu tímabærar og mælir stjórnin því heils hugar með að það verði að lögum um leið og réttarfars- umbætur þær sem koma til framkvæmda 1. júlí n.k. Þessi niðurstaða gæti eins verið frá stjóm prestafélagsins og endurspeglar þá oftrú sem lögfræðingar höfðu á þessu lagafmmvarpi og undirbúningi þess. Það var nánast talið óþarft að ræða það eða kynna sér efni þess rækilega. 201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.