Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 5
Nýverið hefur dómsmálaráðherra lagt fram frumvarp á Alþingi til nýrra skaðabótalaga svo sem honum er skylt að lögum. í því frumvarpi er gert ráð fyrir því að gerðar verði breytingar á gildandi lögum sem gætu leitt til hærri bótagreiðslna en fyrr í einstökum tilvikum. Telja má nokkuð víst að þessar breytingar leiði af sér málaferli hliðstæð þeim sem risið hafa vegna fyrri gerðar laganna. Þeirri hugsun verður ekki varist hvort ekki hefði verið betra að fara hægar í sakir við setningu skaðabótalaganna er raun var á, efna til víðtækrar umræðu áður en lögin voru sett. Það er a.m.k. óvenjulegt að löggjafinn telji þörf á heildarendurskoðun á nánast nýsettum lögum á jafn þýðingarmiklu réttarsviði og hér er um að ræða. Að lokum skal hér minnst rugling sem engan enda virðist ætla að taka. Það eru hina sífelldu breytingar sem gerðar hafa verið að álagningu sekta og annarra viðurlaga vegna brota á umferðarlögum svo og sektainnheimtunni. Þar er ekki við löggjafann að sakast heldur framkvæmdavaldið. Hér er um svo mikla grautargerð að ræða að ekki er til þess vinnandi að reyna að lýsa henni hér á þessum stað. Það er rétt á mörkunum að löglærðir menn geti haft sig fram úr því hvað er hér á ferðinni og hvað þá með alla aðra sem eiga að fara eftir þessum reglum? Þetta regluverk ber þess glögg merki að ekki hefur verið hugsað nema hálft skref fram í tímann og síðan tekið nýtt tilhlaup í miðju kafi til þess að taka skrefið allt. Þetta er skýrt dæmi um það hvernig á ekki að standa að málum og er þeim sem það gerðu til lítils sóma. Flýttu þér hægt sögðu Rómverjar forðum og það heilræði er oft á tíðum hollt að hafa í huga. 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.