Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 66

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 66
horft er til þess að til þeirra er ekki stofnað af fúsum og frjálsum vilja meðlima heldur eru þessi „félög“ í raun félagsskapur um sérstaka sameign sem löggjafinn hefur ákveðið að klæða í búning félags. Tilvist, hlutverk, skipulag, starfsemi og valdsvið húsfélaga og veiðifélaga eru mörkuð í fyrrgreindum lögum sem eru á sviði eignaréttar. Þau njóta ekki sjálfræðis. Þótt til þeirra sé stofnað af hálfu löggjafans og skipulag þeirra og starfsemi sé lögbundin telj- ast þau ekki til opinberra samtaka enda gegna þau hvorki hlutverki í þágu al- mannahagsmuna né fara þau með opinbert vald. Húsfélög og veiðifélög geta vart talist félög í skilningi 11. gr. MSE og enn ólíklegra að aðildarskylda að þeim gæti brotið gegn kjama félagafrelsis sam- kvæmt ákvæðinu eins og mannréttindadómstóllinn hefur túlkað það. Þetta eru heldur ekki félög í skilningi 2. mgr. 74. gr. stjskr. þótt reyndar sé um að ræða skylduaðildarsamtök sem löggjafinn hafði m.a. í huga við setningu 2. málsl. 2. mgr. 74. gr. stjskr.18 Lögákveðin skylda til aðildar að lífeyrissjóðum sem starfa samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starf- semi lífeyrissjóða er hins vegar dæmi um lögákveðna félagsskyldu. Þótt kveðið sé á um hlutverk þeirra og skipulag í lögunum eru lífeyrissjóðir sem starfa samkvæmt lögunum félög í framangreindum skilningi. Þeir verða stofnaðir með samningum á sviði einkaréttar en ekki með lögum og njóta sjálfræðis um nánari ákvörðun tilgangs og skipulags innan ramma laganna og því þarf lögákveðin skylduaðild að þeim að fullnægja skilyrðum 2. málsl. 2. mgr. 74. gr. stjskr. 3.2.3 Skylda til þátttöku í lögbundnum samtökum verður að vera innan stjórnskipunarlegra marka. Þótt félagafrelsi taki almennt ekki til lögákveðinnar skyldu að lögbundnum samtökum þá verður þess háttar þvingun að vera innan stjómskipunarlegra marka. Ríkisvaldið verður að gæta þess að lögákveðin skylda til aðildar að lög- bundnum samtökum brjóti ekki gegn stjórnarskrárvörðum réttindum, þ.á m. tjáningarfrelsi, skoðanafrelsi, meginreglu um jafnræði og jafnvel félagafrelsi. Skylduaðild að lögbundnum samtökum má því ekki vera í andstöðu við 2. mgr. 74. gr. stjskr. Ef lögbundnum skylduaðildarsamtökum er gefið svigrúm til að starfa í raun eins og félag gæti það brotið gegn 2. mgr. 74. gr. stjskr. Neikvætt félagafrelsi kemur í veg fyrir að menn verði þvingaðir til þátttöku í samtökum sem hafa frjálsar hendur um starfsemi sína jafnvel þótt til þeirra sé stofnað með lögum eða tilvist þeirra sé lögákveðin. Þannig gætu ákvæði 2. mgr. 74. gr. stjskr. og 11. gr. MSE einnig virkað sem mælikvarði á lögmæti skylduaðildar að lögbundnum samtökum hvort sem er á sviði opinbers réttar eða einkaréttar. 18 í athugasemdum í frumvarpi að 12. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995 eru húsfélög og veiðifélög nefnd sem dæmi um skylduaðildarfélög sem niðurlagsorðum 2. mgr. 12. gr. (nú 2. mgr. 74. gr. stjskr.) sé beint að. (Alþt. 1994, A-deild, bls. 2108). 234
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.