Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Side 66

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Side 66
horft er til þess að til þeirra er ekki stofnað af fúsum og frjálsum vilja meðlima heldur eru þessi „félög“ í raun félagsskapur um sérstaka sameign sem löggjafinn hefur ákveðið að klæða í búning félags. Tilvist, hlutverk, skipulag, starfsemi og valdsvið húsfélaga og veiðifélaga eru mörkuð í fyrrgreindum lögum sem eru á sviði eignaréttar. Þau njóta ekki sjálfræðis. Þótt til þeirra sé stofnað af hálfu löggjafans og skipulag þeirra og starfsemi sé lögbundin telj- ast þau ekki til opinberra samtaka enda gegna þau hvorki hlutverki í þágu al- mannahagsmuna né fara þau með opinbert vald. Húsfélög og veiðifélög geta vart talist félög í skilningi 11. gr. MSE og enn ólíklegra að aðildarskylda að þeim gæti brotið gegn kjama félagafrelsis sam- kvæmt ákvæðinu eins og mannréttindadómstóllinn hefur túlkað það. Þetta eru heldur ekki félög í skilningi 2. mgr. 74. gr. stjskr. þótt reyndar sé um að ræða skylduaðildarsamtök sem löggjafinn hafði m.a. í huga við setningu 2. málsl. 2. mgr. 74. gr. stjskr.18 Lögákveðin skylda til aðildar að lífeyrissjóðum sem starfa samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starf- semi lífeyrissjóða er hins vegar dæmi um lögákveðna félagsskyldu. Þótt kveðið sé á um hlutverk þeirra og skipulag í lögunum eru lífeyrissjóðir sem starfa samkvæmt lögunum félög í framangreindum skilningi. Þeir verða stofnaðir með samningum á sviði einkaréttar en ekki með lögum og njóta sjálfræðis um nánari ákvörðun tilgangs og skipulags innan ramma laganna og því þarf lögákveðin skylduaðild að þeim að fullnægja skilyrðum 2. málsl. 2. mgr. 74. gr. stjskr. 3.2.3 Skylda til þátttöku í lögbundnum samtökum verður að vera innan stjórnskipunarlegra marka. Þótt félagafrelsi taki almennt ekki til lögákveðinnar skyldu að lögbundnum samtökum þá verður þess háttar þvingun að vera innan stjómskipunarlegra marka. Ríkisvaldið verður að gæta þess að lögákveðin skylda til aðildar að lög- bundnum samtökum brjóti ekki gegn stjórnarskrárvörðum réttindum, þ.á m. tjáningarfrelsi, skoðanafrelsi, meginreglu um jafnræði og jafnvel félagafrelsi. Skylduaðild að lögbundnum samtökum má því ekki vera í andstöðu við 2. mgr. 74. gr. stjskr. Ef lögbundnum skylduaðildarsamtökum er gefið svigrúm til að starfa í raun eins og félag gæti það brotið gegn 2. mgr. 74. gr. stjskr. Neikvætt félagafrelsi kemur í veg fyrir að menn verði þvingaðir til þátttöku í samtökum sem hafa frjálsar hendur um starfsemi sína jafnvel þótt til þeirra sé stofnað með lögum eða tilvist þeirra sé lögákveðin. Þannig gætu ákvæði 2. mgr. 74. gr. stjskr. og 11. gr. MSE einnig virkað sem mælikvarði á lögmæti skylduaðildar að lögbundnum samtökum hvort sem er á sviði opinbers réttar eða einkaréttar. 18 í athugasemdum í frumvarpi að 12. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995 eru húsfélög og veiðifélög nefnd sem dæmi um skylduaðildarfélög sem niðurlagsorðum 2. mgr. 12. gr. (nú 2. mgr. 74. gr. stjskr.) sé beint að. (Alþt. 1994, A-deild, bls. 2108). 234

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.