Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 8
dómvenju sinni ef honum fannst nægilega sterk rök færð fyrir því að forsendur fyrir ákvörðun skaðabóta væru breyttar. Benedikt Sveinsson hrl. lýsti þessu vel í grein sinni í fréttabréfi Sjóvár-Al- mennra hf., 1. tbl. 4. árgangi, mars 1992. Þar segir: Á hverju ári verða um fimmtán þúsund tjón hjá þeim sem tryggja hjá Sjóvá-Al- mennum hf., en langflest þeirra eru bætt árekstralaust í góðri samvinnu tryggingafé- lagsins og tjónþola. Minna en tugur þessara mála endar hjá dómstólum og þá er oft um að ræða prófmál af ýmsu tagi. Þarna er Benedikt reyndar að fjalla um öll tjón líka munatjón en ekki líkams- tjónin ein. Ummælin sýna svart á hvítu hversu bótakerfið var fast í sessi. Agreiningur var lítill sem enginn um grundvallarforsendur þess, mat læknis á varanlegri ör- orku og einstaklingsbundinn útreikning á tjóni hins slasaða í hlutfalli við nið- urstöðu matsins. Þeim sem um þessi mál fjölluðu, t.d. lögmönnum og upp- gjörsmönnum vátryggingafélaganna, var þó ljóst að í örorkumatinu gat falist bæði ofmat og vanmat á varanlegu tekjutapi hins slasaða. Var þá oft tekið dæmi af sjómanni sem varð að fara í land í verr launað starf vegna smávægilegra fingurmeiðsla. En engin rökstudd gagnrýni hafði komið fram á þetta bótakerfi sem var í stöðugri endurskoðun aðila bótamála og dómstóla og engin opinber umræða farið fram meðal lögfræðinga um æskilegar breytingar á því. 3. ÓSK UM AÐ SETT VERÐI SKAÐABÓTALÖG Það er við þessar aðstæður, væntanlega um eða eftir mitt ár 1991, að Sam- band íslenskra tryggingafélaga óskar eftir því við dómsmálaráðherra að bóta- kerfi það sem dómstólar höfðu mótað og lýst er hér að framan verði afnumið og ákvörðun um fjárhæð skaðabóta fyrir lfkamstjón fest í lög. Um þetta segir svo í fyrrnefndri grein stjórnarformanns Sjóvár-Almennra trygginga hf: Samband íslenskra tryggingafélaga hafði frumkvæði að því við dómsmálaráðherra að samið yrði nýtt frumvarp að skaðabótalögum, þar sem íslensk löggjöf yrði sam- ræmd því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. En svo mikið var kapp sambandsins að það mátti ekki vera að því að bíða eftir lögum frá Alþingi heldur reyndi sjálft að breyta gildandi rétti. 4, VERKLAGSREGLUR SAMBANDS ÍSLENSKRA TRYGGINGAFÉLAGA í byrjun nóvember 1991 fór að bera á því að þeir starfsmenn vátryggingafé- laganna sem unnu að uppgjörum skaðabótamála fyrir líkamstjón höfðu ekki lengur umboð til slíkra uppgjöra á grundvelli gildandi réttar. 176
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.