Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 77

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 77
hendi. Til þess hefði svo sannarlega verið tilefni í ljósi þess að í upphaflegu frumvarpi er komist að þeirri niðurstöðu að skylduaðild að lögmannafélaginu sé vafasöm vegna ákvæða 2. mgr. 74. gr. stjskr. og 11. gr. MSE. Það er sérkenni- legt að á sama tíma og lögmönnum er gert skylt að eiga áfram aðild að lög- mannafélaginu er agavaldið tekið af félaginu og falið sérstöku stjómvaldi sem stendur utan félagsins, þótt það sé í einhverjum tengslum við það miðað við 3. mgr. 3. gr. laganna. Það má spyrja hvort nauðsynlegt sé að skylda lögmenn til aðildar að félagi sem fer ekki með agavald yfir þeim eða aðrar valdheimildir samkvæmt lögum. Eftirlitshlutverk án agavalds gerir aðild ekki nauðsynlega. Ekki verður séð að það sé nauðsynlegt að skylda lögmenn til aðildar að lög- mannafélaginu þótt því sé falið að vera í forsvari fyrir þá, setja siðareglur og tryggja að menn fái notið aðstoðar lögmanna en sömu verkefni stóð til að fela félaginu samkvæmt upphaflegu frumvarpi þótt þar væri ekki gert ráð fyrir skylduaðild. Þess em fjölmörg dæmi í íslenskri löggjöf að félögum séu falin stjórnsýsluverkefni, gert að skipa fulltrúa í stjómsýslunefndir og veita umsagnir og gera tillögur um málefni á sviði opinbers réttar án þess að skylduaðild sé að þeim. Það má minna á að það skipti einmitt höfuðmáli um niðurstöðu mann- réttindadómstólsins í íslenska leigubílstjóramálinu að höfuðábyrgð á eftirliti með beitingu reglna um útgáfu atvinnuleyfa til handa leigubílstjórum var í höndum nefndar sem var skipuð af ráðherra og félagsaðild þótti engan veginn eina færa leiðin til að knýja leyfishafa til að gegna skyldum sínum.32 6. NIÐURLAG í íslenskum rétti er réttur manna til að standa utan félaga tryggður í 2. mgr. 74. gr. stjskr., eins og henni var breytt með stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995, og er þar um að ræða ríkari vemd en samkvæmt 11. gr. MSE eins og mannrétt- indadómstóllinn hefur skýrt ákvæðið. Réttur til að standa utan félaga tak- markast við „félög“ og því er nauðsynlegt að gera greinarmun á félögum og öðmm samtökum sem félagafrelsi tekur ekki til. I þessu ljósi hefur staða Lög- mannafélags Islands verið skoðuð. Þótt lögmannafélagið beri samkvæmt lögum nr. 61/1942 mörg einkenni lögbundinna fagsamtaka á sviði opinbers réttar verður ekki horft fram hjá því að skipan og starfsemi félagsins hefur verið hag- að eins og í almennum félögum. Félagið hefur starfað eins og hefðbundið fag- félag um stéttarhagsmuni og m.a. rekið starfsemi sem ekki beinlínis verður talin heyra undir lögmælt hlutverk þess samkvæmt lögum nr. 61/1942. Af dómi Hæstaréttar í lögmannafélagsmálinu má draga tvær ályktanir: Þvingun til þátttöku í starfsemi skylduaðildarfélaga er einskorðuð við lögmælt hlutverk og minni kröfur verða gerðar til félagsmanna þeirra um mótmæli á vettvangi félagsins ef út af bregður heldur en þegar í hlut eiga félög sem frjáls aðild er að. Eins og lýst hefur verið hér að framan getur þessi niðurstaða ekki 32 MDE 30. júnf 1993, Sigurður Á. Sigurjónsson gegn íslandi, Series A, no. 264 (§41). 245
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.